Staðnámskeið

Deaf Utopia

- eftir Nyle DiMarco
Verð 8.000 kr.
Í gangi

Fim. 4. apríl kl. 19:00 - 22:00

3 klst.

Sigríður Vala Jóhannsdóttir, samskiptafræðingur frá Gallaudet University, lauk meistaranámi í menntunarfræðum frá Naropa University.

Endurmenntun, Dunhaga 7

Námskeið

Styrkt af málnefnd um íslenskt táknmál

Deaf Utopia ævisaga Nyle DiMarco er áhugaverð saga um táknmálssamfélag í Bandaríkjunum.

Á námskeiðinu gefst tækifæri til að rýna í og ræða Deaf Utopia, ævisögu Nyle DiMarco, með kennara sem talar íslenskt táknmál. Kennarinn dregur saman helstu atriði bókarinnar og velur kafla sem farið verður sérstaklega í.

Nyle DiMarco, höfundur bókarinnar Deaf Utopia, vann hug og hjörtu fólks þegar hann sigraði America´s Next Top Model árið 2015 og Dancing With the Stars árið 2016. Með því braut hann niður múra og dró athygli að hinum hljóða heimi sem fáir veita athygli. Deaf Utopia er ástarbréf til táknmálssamfélagsins sem fleiri kynslóðir úr fjölskyldu höfundarins eru hluti af. Bókin er á köflum glaðleg en einnig ljúfsár.

Kafað verður ofan í mikilvæg umfjöllunarefni bókarinnar sem hafa með menningu táknmálsfólks að gera og samfélag þeirra.

Athugið að námskeiðið fer eingöngu fram á íslensku táknmáli.

Fyrir hverja

Námskeiðið er opið öllum sem tala íslenskt táknmál og ekki er boðið upp á túlkun.

Aðrar upplýsingar

The Deaf Utopia e. Nyle DiMarco er bókin sem er til umfjöllunar á námskeiðinu, það er ekki skylda að hafa lesið hana.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Deaf Utopia

Verð
8000

<span class="fm-plan">Deaf Utopia &aelig;visaga Nyle DiMarco er &aacute;hugaver&eth; saga um t&aacute;knm&aacute;lssamf&eacute;lag &iacute; Bandar&iacute;kjunum.</span>