Staðnámskeið

Frá hugmynd að viðskiptatækifæri

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 1. október
Almennt verð 51.400 kr. 46.700 kr.
Nýtt

Mán. 11. og mið. 13. okt. kl. 9:00 - 12:00

6 klst.

Svava Björk Ólafsdóttir, stofnandi og leiðtogi nýsköpunar og viðskiptaþróunar RATA og Dóróthea Ármann, verkefna- og viðburðastjóri hjá RATA.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Fyrstu skrefin að eigin viðskiptahugmynd geta verið snúin. Hvað þarf að hafa í huga varðandi þróun hugmyndarinnar og hvernig á að snúa sér við fjármögnun? Hvernig á að skrifa viðskiptaáætlun og þarf yfir höfuð að gera það? Hvernig er hægt að láta dæmið ganga upp?

Kraftmikið námskeið fyrir frumkvöðla, sjálfstætt starfandi og aðra sem eru að hefja rekstur. Námskeiðinu er skipt í tvö skipti sem hvort um sig er 3 klst.

Í fyrri lotunni er fjallað um fyrstu skrefin, mótun og þróun viðskiptahugmynda, verk-, tíma- og fjárhagsáætlanir og markmiðasetningu. Í seinni lotunni er fjallað um viðskiptaáætlanir, fjármögnun og kynningar á viðskiptatækifærinu. Í báðum lotum eru unnin stutt verkefni inn á milli ásamt jafningjaumræðum. Þátttakendur öðlast innsýn inn í þróunarferli hugmynda og að hverju þarf að huga þegar fyrstu skrefin í átt að fyrirtækjarekstri eru tekin.

Á námskeiðinu er fjallað um

Fyrstu skrefin að viðskiptahugmynd.
Mótun og þróun viðskiptahugmynda.
Verkáætlun og markmiðasetning stofnenda.
Viðskiptaáætlanir.
Fjármögnun, m.a. styrkumsóknir.
Kynningar á viðskiptatækifærum.

Ávinningur þinn

Öðlast innsýn inn í þróunarferli viðskiptahugmynda.
Vinnur markvisst að eigin hugmynd meðan á námskeiðinu stendur.
Leggur drög að verkáætlun og viðskiptaáætlun.
Lærir grunnatriðin við kynningar (pitch).
Kynnist öðrum frumkvöðlum og eflir tengslanetið.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir frumkvöðla, sjálfstætt starfandi einstaklinga, einyrkja og aðra sem stefna á rekstur. Námskeiðið gagnast einnig þeim sem vilja kynnast þróunarferli viðskiptahugmynda án þess að vera með hugmynd þá stundina.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Svava Björk Ólafsdóttir, stofnandi og leiðtogi nýsköpunar og viðskiptaþróunar og Dóróthea Ármann, verkefna- og viðburðastjóri hjá RATA eru báðar menntaðar verkefnastjórar og með reynslu úr stuðningsumhverfi frumkvöðla. Tilgangur RATA er að efla einstaklinga og teymi í átt að eigin árangri. RATA hefur mikla reynslu af stuðningi við frumkvöðla á fyrstu skrefum. Frekari upplýsingar má sjá á rata.is

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Frá hugmynd að viðskiptatækifæri

Verð
51400

<span class="fm-plan">Fyrstu skrefin a&eth; eigin vi&eth;skiptahugmynd geta veri&eth; sn&uacute;in. Hva&eth; &thorn;arf a&eth; hafa &iacute; huga var&eth;andi &thorn;r&oacute;un hugmyndarinnar og hvernig &aacute; a&eth; sn&uacute;a s&eacute;r vi&eth; fj&aacute;rm&ouml;gnun? Hvernig &aacute; a&eth; skrifa vi&eth;skipta&aacute;&aelig;tlun og &thorn;arf yfir h&ouml;fu&eth; a&eth; gera &thorn;a&eth;? Hvernig er h&aelig;gt a&eth; l&aacute;ta d&aelig;mi&eth; ganga upp?</span>