Staðnámskeið

Siðfræði náttúruverndar

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 25. september
Almennt verð 28.400 kr. 25.800 kr.
Nýtt

Fim. 5. og 12. okt. kl. 13:00 - 15:00

4 klst.

Henry Alexander Henrysson, Phd í heimspeki

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Siðfræði snýst meðal annars um faglega og fræðilega greiningu á ágreiningsmálum, t.d. umhverfismálum sem eru eitt mesta hitamál samtímans. Óvissan um hina réttu niðurstöðu á sér rætur í ólíkum hagsmunum þeirra sem ákvarðanir snúa að og þeirri staðreynd að við þurfum saman að komast að niðurstöðu. Í þessu námskeiði verður farið yfir hvað það felur í sér að nálgast náttúruvernd frá sjónarhóli siðfræði og velt upp þeirri spurningu hvort slík nálgun sé eftirsóknarverð.

Náttúruvernd snýst fyrst og fremst um siðferðileg viðhorf, hvað sé æskilegt og hvað ámælisvert, en það liggur ekki í augum uppi hvers eðlis þessi viðhorf eru. Í þessu námskeiði verður sjónum beint að því hvaða siðferðilegu sjónarmið ber hæst í umræðum um náttúruvernd. Getur siðfræði, sem skipuleg greining á siðferðilegum viðhorfum okkar, bætt ákvarðanatöku okkar þegar kemur að náttúrulegum fyrirbærum? Og er það æskilegt og eftirsóknarvert að siðfræði komi þar við sögu? Bætir siðfræði nokkru við þær aðferðir sem mest ber á í samtímanum?

Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum verða helstu kenningar siðfræði sem snerta umhverfismál kynntar. Einnig verða siðferðileg hugtök eins og
réttindi, skyldur og ábyrgð rædd og þau greind í tengslum við nýleg dæmi þar sem átök hafa verið um náttúruvernd. Að lokum verða þekkt rök fyrir vernd og friðlýsingu náttúrunnar greind og þau mátuð við siðfræðilegar frumforsendur.

Seinni hluti námskeiðsins mun einkum fara í kynningu á hugmyndum um að tilteknar náttúrulegar heildir hafi til að bera mikilvæg siðferðileg gildi í krafti þeirra sjálfra fremur en mannlegra hagsmuna. Hugað verður að því hvaða heildir það eru sem geta haft slík gildi til að bera og hvaða merkingu þau hafa fyrir umræður um náttúruvernd og hvaða rök fyrir náttúruvernd er hægt að byggja á þeim grunni.

Á námskeiðinu er fjallað um

Mismunandi rök fyrir náttúruvernd.
Eðli og möguleika siðfræðinnar.
Samfélagslega stöðu náttúruverndarumræðu.
Siðferðilega stöðu einstakra náttúrulegra fyrirbæra.

Ávinningur þinn

Kynnist eðli og möguleikum siðfræðilegrar rökræðu um umhverfismál.
Lærir að bera kennsl á og greina þekktustu rökin fyrir náttúruvernd.
Getur dregið ályktanir út frá ólíkum hagsmunum og réttindum náttúrulegra fyrirbæra.
Þekkir mismunandi kenningar siðfræði og getur mátað við eigin skoðanaheim.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum þeim hafa áhuga á efninu. Námskeiðið getur einkum gagnast þeim sem vinnu sinnar vegna þurfa að taka tillit til umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur þurfa einungis að búa yfir grunnþekkingu á náttúruverndarsjónarmiðum í samtímanum eins og þau birtast í fjölmiðlum.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Dr. Henry Alexander Henrysson starfar sem ráðgjafi og fyrirlesari. Hann hefur skrifað greinar í blöð og tímarit um siðfræði, gagnrýna hugsun og ákvarðanatöku. Meðal helstu rannsóknarefna Henrys er hvernig fagleg hæfni og gagnrýnin ákvarðanataka eflir traust á stofnunum samfélagsins. Á síðustu árum hefur hann tekið sífellt meiri þátt í umræðu um umhverfismál. Nánari upplýsingar um verk og störf Henrys.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Siðfræði náttúruverndar

Verð
28400

<span class="fm-plan">Si&eth;fr&aelig;&eth;i sn&yacute;st me&eth;al annars um faglega og fr&aelig;&eth;ilega greiningu &aacute; &aacute;greiningsm&aacute;lum, t.d. umhverfism&aacute;lum sem eru eitt mesta hitam&aacute;l samt&iacute;mans. &Oacute;vissan um hina r&eacute;ttu ni&eth;urst&ouml;&eth;u &aacute; s&eacute;r r&aelig;tur &iacute; &oacute;l&iacute;kum hagsmunum &thorn;eirra sem &aacute;kvar&eth;anir sn&uacute;a a&eth; og &thorn;eirri sta&eth;reynd a&eth; vi&eth; &thorn;urfum saman a&eth; komast a&eth; ni&eth;urst&ouml;&eth;u. &Iacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i ver&eth;ur fari&eth; yfir hva&eth; &thorn;a&eth; felur &iacute; s&eacute;r a&eth; n&aacute;lgast n&aacute;tt&uacute;ruvernd fr&aacute; sj&oacute;narh&oacute;li si&eth;fr&aelig;&eth;i og velt upp &thorn;eirri spurningu hvort sl&iacute;k n&aacute;lgun s&eacute; eftirs&oacute;knarver&eth;.</span>