Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Rakaöryggi við hönnun bygginga

Verð 49.400 kr.
Nýtt

Þri. 20. apríl kl. 13:00 - 18:00

5 klst.

Eiríkur Ástvald Magnússon, sérfræðingur á sviði byggingareðlisfræði og innivistar hjá EFLU og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóri Húss og heilsu hjá EFLU

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Markmið námskeiðsins er að draga fram hvaða þætti þarf að hafa í huga við hönnun og framkvæmd bygginga til að auka rakaöryggi. Byggingargallar sem valda rakavandamálum virðast vera algengir hérlendis hvort sem er í nýbyggingum eða eldri byggingum. Það er til mikils að vinna að draga úr líkum á byggingargöllum strax á hönnunarstigi.

Til þess að takmarka áhrif rakaskemmda er hægt að huga að byggingareðlisfræði og rakaöryggi strax á hönnunarstigi og í viðhalds- og endurnýjunarframkvæmdum. Forsjá og fyrirbyggjandi aðgerðir við hönnun og endurbætur getur aukið verðmæti bygginga.

Rakaskemmdir í byggingum eru helsta ástæða þess að verðmæti og gæði þeirra rýrnar. Rakaskemmdir hafa áhrif á bygginguna sjálfa, byggingarhluta, efni og þar með loftgæði sem síðan hafa áhrif á notendur.

Markmið námskeiðsins er að kynna byggingareðlisfræði og rakaöryggi í byggingum. Orsakir og afleiðingar rakaskemmda verða kynntar, farið yfir galla í byggingum. Einnig verður fjallað um afleiðingar raka, myglu og slæmra loftgæða.

Á námskeiðinu er fjallað um

• Rakavandamál – umfang og tíðni.
• Niðurstöður umræðufunda sem kennarar hafa staðið fyrir um rakavandamál.
• Rýni á deiliteikningum með tilliti til rakaöryggis.
• Grunnhugtök fyrir rakaflutning.
• Rakaflutning í ákveðnum uppbyggingum – hermilíkön í WUFI.
• Greinargerð um einangrun og raka og nýleg RB blöð.

Ávinningur þinn

• Þekking á helstu áhættuþáttum vegna rakaskemmda.
• Þekking á hverjir eru algengustu staðir rakaskemmda og myglu.
• Þekking á helstu orsökum galla í byggingum.
• Þekking á aðferðum sem auka rakaöryggi í framkvæmd og viðhaldsaðgerðum.
• Þekking á hvernig má beita hermilíkönum til að skoða áhættu vegna raka.
• Þekking á Greinargerð um einangrun og raka sem á að skila samkvæmt byggingarreglugerð.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar þeim sem vinna við hönnun, eftirlit, úttektir eða viðhald á byggingum.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Eiríkur Ástvald Magnússon er sérfræðingur á sviði byggingareðlisfræði og innivistar. Eiríkur hefur um sjö ára starfsreynslu sem ráðgjafarverkfræðingur. Helstu verkefni eru tengd útreikningum á raka- og varmaflæði í byggingarhlutum, hönnun með tilliti til rakaöryggis, hönnun með tilliti innivistar og úttektir á húsnæði með tilliti innivistar. Eiríkur hefur kennt á námskeiðum tengdum, byggingareðlisfræði hjá HÍ, HR og Iðunni.

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir hefur veitt ráðgjöf og stundað rannsóknir á byggingum vegna rakavandamála, innivistar og loftgæða frá árinu 2006. Líffræðingur B.Sc. með landfræði sem aukafag og viðbótardiplóma á meistarastigi í lýðheilsuvísindum (e. Public/global health). Stofnun frumkvöðlafyrirtækis Hús og heilsa 2006. Sylgja hefur kennt á námskeiðum tengdum rakavandamálum hjá Iðunni, HÍ, EHÍ og HR.

Rakaöryggi við hönnun bygginga

Verð
49400

<span class="fm-plan">Markmi&eth; n&aacute;mskei&eth;sins er a&eth; draga fram hva&eth;a &thorn;&aelig;tti &thorn;arf a&eth; hafa &iacute; huga vi&eth; h&ouml;nnun og framkv&aelig;md bygginga til a&eth; auka raka&ouml;ryggi. Byggingargallar sem valda rakavandam&aacute;lum vir&eth;ast vera algengir h&eacute;rlendis hvort sem er &iacute; n&yacute;byggingum e&eth;a eldri byggingum. &THORN;a&eth; er til mikils a&eth; vinna a&eth; draga &uacute;r l&iacute;kum &aacute; byggingarg&ouml;llum strax &aacute; h&ouml;nnunarstigi.</span>