Staðnámskeið

Óþekkt svæði Frakklands

- Normandí og Oksítanía
Verð 25.200 kr.
Í gangi

Fim. 11. og 18. apríl kl. 20:00 - 22:00

4 klst.

Dr. Grégory Cattaneo, miðaldasagnfræðingur og rithöfundur.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Dreymir þig um að uppgötva Frakkland utan alfaraleiða? Á þessu námskeiði er fjallað um tvo falda gimsteina í Frakklandi; Normandí (Normandi) og Oksítaníu (L'Occitaine). Farið er yfir þessi minna þekktu landsvæði og fjallað um lykilstaði, sögu og menningu. Einnig eru gefnar hagnýtar upplýsingar sem koma sér vel þegar skipuleggja á ferðir þangað á eigin vegum.

Normandí og Oksítanía eru landsvæði sem eiga ólíka sögu en eiga það sameiginlegt að vera rík af menningu. Normandí er upprunalandsvæði víkinga og hefur sterka tengingu við England og Norðurlöndin.

Oksítanía: Þátttakendur uppgötva og læra um menningu og sögu héraðsins Oksítaníu sem er staðsett á suðurhlið Frakklands. Héraðið er meðal annars er þekkt fyrir skáldskap, kastala og mikla miðjarðarhafsmenningu.

Normandí: Farið verður yfir sögu franska héraðsins Normandí, allt frá tímum víkinga til dagsins í dag. Meðal þess sem fjallað er um er hlutverk héraðsins í seinni heimsstyrjöldinni, orrustan um Normandí og héraðið sem sjálfstætt hertogadæmi. Þá er fjallað um löggjöf, menningu og tungumál héraðsins, Vilhjálm hinn sigursæla (1066) og bókmenntir Gustave Flaubert og Guy de Maupassant.

Á námskeiðinu er fjallað um

Sögu Normandí og Oksítaníu sem sjálfstæðra svæða og hluta Frakklands. Farið yfir helstu kennileiti og markverða áfangastaði.
Sérstöðu Normandí, landslag, víkinga, merkismenn og markverða viðburði allt til 20. aldar, orrustur, Vercingetorix og Cesar.
Cluny klaustrið og mikilvægi þess í menningu og trúarbrögðum miðalda.
Sérstöðu Oksítaníu, hellamálverk, nýlendur, konungsríki, krossferð gegn katörum, musterisriddara og kastala þeirra á landsvæðinu.
Oksítanska sem tungumál, bókmenntir og trúbadorar.

Ávinningur þinn

Góð yfirferð yfir tvö af óþekktari svæðum í Frakklandi: Normandí og Oksítaníu.
Innsýn í sögu, menningu og listir landsvæðanna og þróun þeirra.
Grunnur til að skipuleggja ferð á þessa staði á eigin vegum.

Fyrir hverja

Allt ferðaáhugafólk, áhugafólk um Frakkland, um framandi sögu og menningu og öll sem vilja kynna sér eitthvað áhugavert og nýtt.

Nánar um kennara

Grégory Cattaneo er franskur miðaldasagnfræðingur og rithöfundur, búsettur á Íslandi. Hann er með doktorsgráðu í sögu og hefur um nokkurra ára skeið tekið þátt í fræðslustarfi samhliða því að stunda rannsóknir sínar. Undanfarin átta ár hefur hann kennt sögu Frakklands við Háskóla Íslands.

Aðrar upplýsingar

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Óþekkt svæði Frakklands

Verð
25200

<span class="fm-plan">Dreymir &thorn;ig um a&eth; uppg&ouml;tva Frakkland utan alfaralei&eth;a? &Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i er fjalla&eth; um tvo falda gimsteina &iacute; Frakklandi; Normand&iacute; (Normandi) og Oks&iacute;tan&iacute;u (L'Occitaine). Fari&eth; er yfir &thorn;essi minna &thorn;ekktu landsv&aelig;&eth;i og fjalla&eth; um lykilsta&eth;i, s&ouml;gu og menningu. Einnig eru gefnar hagn&yacute;tar uppl&yacute;singar sem koma s&eacute;r vel &thorn;egar skipuleggja &aacute; fer&eth;ir &thorn;anga&eth; &aacute; eigin vegum.</span>