Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Konur sem kjósa

Verð 31.800 kr.
Nýtt

Þri. og fim. 18., 20. og 25. maí kl. 20:00 - 22:00

6 klst.

Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur og skáld, Ragnheiður Kristjánsdóttir prófessor í sagnfræði við HÍ og Erla Hulda Halldórsdóttir prófessor í sagnfræði við HÍ

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Námskeiðið byggir á bókinni Konur sem kjósa – aldarsaga, sem fjallar um sögu íslenskra kvenna í þau rúmu hundrað ár sem liðin eru síðan þær fengu kosningarétt. Í lifandi fyrirlestrum og umræðum verður fjallað um það hvernig íslenskar konur hafa mótað eigið líf og samfélagið allt og dregnar fram áður ósagðar sögur af konum á ólíkum sviðum þjóðfélagsins.

Í kennslustundum verður blandað saman lifandi fyrirlestrum og umræðum um valda þætti bókarinnar, svo sem menntun og atvinnu kvenna, hús og heimilistæki, ástir og kynfrelsi. Við sögu koma konur af ólíkum stéttum, ungar og gamlar, úr sveit og borg – til dæmis lítt þekktar baráttu- og stjórnmálakonur, konur sem ráku fyrirtæki, konur sem gerðu garðinn frægan í útlöndum, listakonur og fjallakonur. Fjallað verður um það hvernig íslenskar konur hafa mótað eigið líf og samfélagið allt.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur lesi bókina
Konur sem kjósa – aldarsaga áður en námskeiðið hefst eða meðan á því stendur. Skráðum þátttakendum býðst að kaupa bókina á tilboðsverði frá útgefanda.

Á námskeiðinu er fjallað um

• Þátttöku kvenna í pólitísku lífi á Íslandi, innan stjórnmálaflokka og ólíkra félagshreyfinga.
• Störf kvenna á margvíslegum sviðum.
• Baráttu kvenna fyrir réttindum sínum.
• Einstakar konur sem áttu sér merkilega sögu.

Ávinningur þinn

• Aukin þekking á Íslandssögu síðustu aldar.
• Nýtt sjónarhorn á þekkta atburði og þróun íslensks samfélags á undanförnum hundrað árum.
• Skemmtilegar sögur af alls konar konum.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllu söguáhugafólki sem vill öðlast nýtt sjónarhorn á söguna og þeim sem hafa áhuga á femínisma og kvennabaráttu og vilja kynnast konunum sem á undan komu.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Kristín Svava Tómasdóttir er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur og skáld. Hún er með MA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað við margvíslegar rannsóknir, textaskrif og kennslu á sviði sagnfræði og bókmennta.

Ragnheiður Kristjánsdóttir er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fjallað um stjórnmála- og hugmyndasögu 19. og 20. aldar.

Erla Hulda Halldórsdóttir er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur einkum fengist við rannsóknir í kvenna- og kynjasögu á 19. og 20. öld.

Þær Erla Hulda, Ragnheiður og Kristín Svava eru höfundar bókarinnar Konur sem kjósa – aldarsaga, sem kom út í október 2020.

Konur sem kjósa

Verð
31800

<span style="font-size: 12px;" >N&aacute;mskei&eth;i&eth; byggir &aacute; b&oacute;kinni </span><span class="fm-italic">Konur sem kj&oacute;sa &ndash; aldarsaga</span><span style="font-size: 12px;" >, sem fjallar um s&ouml;gu &iacute;slenskra kvenna &iacute; &thorn;au r&uacute;mu hundra&eth; &aacute;r sem li&eth;in eru s&iacute;&eth;an &thorn;&aelig;r fengu kosningar&eacute;tt. &Iacute; lifandi fyrirlestrum og umr&aelig;&eth;um ver&eth;ur fjalla&eth; um &thorn;a&eth; hvernig &iacute;slenskar konur hafa m&oacute;ta&eth; eigi&eth; l&iacute;f og samf&eacute;lagi&eth; allt og dregnar fram &aacute;&eth;ur &oacute;sag&eth;ar s&ouml;gur af konum &aacute; &oacute;l&iacute;kum svi&eth;um &thorn;j&oacute;&eth;f&eacute;lagsins.</span>