Staðnámskeið

Völvur, blót og hamhleypur

- með Vilborgu Davíðsdóttur
Verð 32.900 kr.
Í gangi

Þri. 9. - 23. apríl, kl. 20:00 - 22:00 (3x)

6 klst.

Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og þjóðfræðingur.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í Völuspá, frægasta fornkvæði Íslendinga, flytur völva áheyrendum frásögn sína um sköpun heimsins í árdaga og spáir fyrir um endalok veraldarinnar í ragnarökum. Á þessu námskeiði verður fjallað um hvernig heiðið fólk átti í samskiptum við yfirnáttúrulegan heim goða, vætta og haugbúa, leitaði frétta um framtíðina og beitti fjölkynngi til þess að ýmist vernda aðra eða valda þeim skaða.

Á námskeiðskvöldunum þremur verður litast um í sagnaarfinum og eddukvæðum eftir frásögnum um völvur og vitka, útisetur, seiðfarir, gandreið, hamskipti og sjónhverfingar fjölkunnugs fólks.

Blótsiðir í heiðni verða einnig skoðaðir og mikilvægi tengslanna við dýraríkið og fugla himins. Hugtakið ergi verður tekið fyrir og velt vöngum yfir því hvers vegna galdrafólk Íslendingasagna er aldrei vegið með vopnum. Vitnisburður fornleifafræðinnar verður kannaður og leitað svara við því hvort sé líklegra að í ríkulega búnum gröfum kvenna frá víkingaöld sé að finna grillspjót úr járni eða völvustafi.

Meðal texta sem vísað verður til eru frásagnir í Eiríks sögu rauða, Gísla sögu Súrssonar, Laxdælu, Njálu, Eyrbyggju, Kjalnesinga sögu, Orkneyinga sögu, Vatnsdælu, Snorra-Eddu og goða- og hetjukvæðum. Þá mun Vilborg Davíðsdóttir miðla því hvernig hún hefur nýtt sagnaarfinn til þess að draga upp trúverðuga mynd af heiðni sem lifandi sið í samfélagi víkingaaldar í þríleiknum um Auði djúpúðgu (2009-2017) og skáldsögunum Undir Yggdrasil (2020) og Land næturinnar (2023), um líf völvunnar Þorgerðar Þorsteinsdóttur.

Á námskeiðinu er fjallað um

Frásagnir Íslendingasagna og fornkvæða af völvum og öðru fjölkunnugu fólki
Yfirnáttúrulegan heim goða og vætta í heiðnum sið
Aðferðir í heiðni til þess að tengjast yfirnáttúrulegum öflum
Hvernig fjölkynngi, seiðferðir og blót birtast í skáldsögum Vilborgar Davíðsdóttur

Ávinningur þinn

Aukin innsýn í sagna- og menningararf Íslendinga.
Aukin þekking á norrænni trú og rótum þjóðtrúar seinni tíma.
Aukinn skilningur á samfélagi fyrstu kynslóða í landinu.
Dýpri innsýn í sögulegar skáldsögur Vilborgar Davíðsdóttur.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um samfélag fyrri alda, norræna trú og hvernig hún birtist í hinum ýmsu Íslendingasögum og eddukvæðum, sem og áhugasömum um skáldsögur Vilborgar Davíðsdóttur og líf fyrstu kynslóða Íslendinga.

Námskeiðið er tilvalið fyrir kennara í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla, leiðsögumenn og aðra sem starfa við menningartengda ferðaþjónustu.

Nánar um kennara

Vilborg Davíðsdóttir hefur sent frá sér tíu sögulegar skáldsögur, auk einnar sannsögu, sem allar hafa hlotið lofsamlegar viðtökur og ýmsar viðurkenningar. Hún hefur kennt við MA-námsbraut í ritlist við HÍ og námskeið í þjóðfræði um munnlega hefð, Íslendingasögur og eddukvæði.

Sjá nánar á vefsíðunni www.davidsdottir.is

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Völvur, blót og hamhleypur

Verð
32900

<span class="fm-plan">&Iacute; V&ouml;lusp&aacute;, fr&aelig;gasta fornkv&aelig;&eth;i &Iacute;slendinga, flytur v&ouml;lva &aacute;heyrendum fr&aacute;s&ouml;gn s&iacute;na um sk&ouml;pun heimsins &iacute; &aacute;rdaga og sp&aacute;ir fyrir um endalok veraldarinnar &iacute; ragnar&ouml;kum. &Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i ver&eth;ur fjalla&eth; um hvernig hei&eth;i&eth; f&oacute;lk &aacute;tti &iacute; samskiptum vi&eth; yfirn&aacute;tt&uacute;rulegan heim go&eth;a, v&aelig;tta og haugb&uacute;a, leita&eth;i fr&eacute;tta um framt&iacute;&eth;ina og beitti fj&ouml;lkynngi til &thorn;ess a&eth; &yacute;mist vernda a&eth;ra e&eth;a valda &thorn;eim ska&eth;a.</span>