Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Ítalska III

Verð 39.000 kr.
Aðeins 3 sæti laus
Nýtt

Mán. og fim. 12. apríl - 3. maí kl. 17:15 - 19:15 (6x). ATH. ekki er kennt fim. 22. apríl

12 klst.

Maurizio Tani, stundakennari í ítölsku við HÍ

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Þetta námskeið er fyrir alla þá sem hafa lokið Ítalska fyrir byrjendur og Ítalska II eða hafa sambærilega þekkingu á ítölsku máli.
Unnið verður með alla færniþætti, talmál, lestur, hlustun og ritun en þó verður sérstök áhersla á talmál.

Í lok námskeiðs geta nemendur tjáð sig um kunnugleg málefni svo sem veður, heilsu, gistingu, fjölskyldu, tísku og verslun, smekk, og lýsingar á hlutum og fólki.

Nemendur munu einnig öðlast betri innsýn í menningu og þjóðfélög ítölskumælandi landa.

Námskeiðið er kennt aðallega á ítölsku.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa lokið Ítalska fyrir byrjendur og Ítalska II eða hafa sambærilega þekkingu á ítölsku máli.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Maurizio Tani hefur verið stundakennari við HÍ síðan 2001. Hann hefur langa reynslu af því að kenna ítölsku. Hann er með MA í menningarfræði, BA í ítölsku málvísindum og menningu og einnig er hann með diplómu í ítölsku kennslufræðum. Hann hefur gefið út margar rannsóknir og bækur.

Ítalska III

Verð
39000

<span class="fm-plan">&THORN;etta n&aacute;mskei&eth; er fyrir alla &thorn;&aacute; sem hafa loki&eth;</span><span class="fm-italic"> &Iacute;talska fyrir byrjendur </span><span class="fm-plan">og </span><span class="fm-italic">&Iacute;talska II</span><span class="fm-plan"> e&eth;a hafa samb&aelig;rilega &thorn;ekkingu &aacute; &iacute;t&ouml;lsku m&aacute;li.<br/>Unni&eth; ver&eth;ur me&eth; alla f&aelig;rni&thorn;&aelig;tti, talm&aacute;l, lestur, hlustun og ritun en &thorn;&oacute; ver&eth;ur s&eacute;rst&ouml;k &aacute;hersla &aacute; talm&aacute;l.<br/></span>