Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Sjálfsmynd og líkamsmynd unglinga

- áhrifaþættir og breytingar
Verð 27.400 kr.

Fim. 15. apríl kl. 13:00 - 17:00

4 klst.

Elva Björk Ágústsdóttir, MS í sálfræði

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á unglingsárum verða miklar breytingar á sjálfsmynd og líkamsmynd. Á námskeiðinu verður farið í það sem einkennir þetta tímabil í lífi fólks og þá miklu mótun sem verður á sjálfsmynd og líkamsmynd unglinga.

Á námskeiðinu verður fjallað um sjálfsmynd og líkamsmynd unglinga. Farið verður í þær miklu breytingar sem verða á unglingsárum, þætti sem móta sjálfsmyndina og þann kynjamun sem finna má á sjálfsmynd og líkamsmynd unglinga.

Góð sjálfs- og líkamsmynd hefur jákvæð áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Rannsóknir sýna að góð sjálfsmynd getur verið verndandi þáttur í þroska barna og unglinga og minnkað líkur á þróun ýmissa geðraskana, vandamála eins og námsvanda og annarra neikvæðra þátta.

Á námskeiðinu er fjallað um

• Sjálfsmynd og líkamsmynd.
• Breytingar á unglingsárum.
• Samfélagsmiðla.
• Leiðir til að bæta sjálfsmynd og líkamsmynd.

Ávinningur þinn

• Aukin þekking á sjálfsmynd og líkamsmynd unglinga.
• Aukinn skilningur á þeim þáttum sem hafa áhrif á líðan barna.
• Að þekkja leiðir til að efla sjálfstraust.
• Að þekkja leiðir og verkefni til að bæta sjálfsmynd og líkamsmynd.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum, t.d. kennurum, námsráðgjöfum, skólasálfræðingum, þroskaþjálfum, tómstundafræðingum og skólahjúkrunarfræðingum. Námskeiðið hentar einnig foreldrum barna og unglinga.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Elva Björk Ágústsdóttir er með MS gráðu í sálfræði og er starfandi sálfræðikennari og náms- og starfsráðgjafi. Hún hefur starfað sem námsráðgjafi í grunnskóla og kennt sálfræði á framhaldsskólastigi og í Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur Elva sinnt fræðslu og námskeiðum í tengslum við sjálfstraust, sjálfsmynd og líkamsmynd. Elva Björk er höfundur sjálfstyrkingarnámskeiðsins Fjársjóðsleitin sem er námskeið fyrir unga krakka.

Sjálfsmynd og líkamsmynd unglinga

Verð
27400

<span class="fm-plan">&Aacute; unglings&aacute;rum ver&eth;a miklar breytingar &aacute; sj&aacute;lfsmynd og l&iacute;kamsmynd. &Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fari&eth; &iacute; &thorn;a&eth; sem einkennir &thorn;etta t&iacute;mabil &iacute; l&iacute;fi f&oacute;lks og &thorn;&aacute; miklu m&oacute;tun sem ver&eth;ur &aacute; sj&aacute;lfsmynd og l&iacute;kamsmynd unglinga.</span>