Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Fjármögnun og fjárhagsstaða fyrirtækja

(VIÐ165F)
Verð 96.500 kr.

UMSÓKNARFRESTUR TIL OG MEÐ 8. OKTÓBER
Kennt er á dagtíma. Stundatafla verður birt hjá viðkomandi deild. Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

34.7 klst.

Hanna Kristín Skaftadóttir, doktorsnemi
Umsjónarmaður: Einar Guðbjartsson, dósent

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

UMSÓKNARFRESTUR TIL OG MEÐ 8. OKTÓBER

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Markmiðið er að veita innsýn í fjármögnunar ferla fyrirtækja, hvort sem um er að ræða hlutafjárútboð, endurfjármögnun, skammtímafjármögnun, fjárhagserfiðleikar eða annað. Veitt er innsýn í fjármálamarkaðinn og hvernig nálgast skal endurskoðun á fjármálagerningum og fjármögnun fyrirtækja.

Einnig er lögð sérstök áhersla á endurskoðunarþátt er tengist fjármögnun og fjármálagerningum. Að meta fjárhagslegan styrkleika félaga, sem felst m.a. í lánshæfismati.

Námskeiðinu er ætlað að veita nánari innsýn í fjármögnun fyrirtækja, hvað varðar endurfjármögnun, uppbyggingu fjármögnunar, hlutabréfaskráningu og endurskoðun, er tengist þessum efnisatriðum sérstaklega. Verðbréfaréttur verður skoðaður.

Einnig verður farið í alþjóðlega reikningsskilastaðla er tengjast þessu efnisatriðum námskeiðsins sérstaklega, t.d. 4. IAS 40, IFRS 7, IFRS 13, IFRS 9 og skýringarþættir er tengjast IFRS. Einnig verða til umfjöllunar alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar er tengjast þessu atriðum, t.d. ISA 200, 315, 570 o.fl.

Atriði er verða til skoðunar í námskeiðinu eru:
1. Fjármálagerningar
2. Virðismat / núvirði fjármálagerninga
3. Fjármögnun fyrirtækja, endurfjármögnun, fjárhagslegir erfiðsleikar
4. Hlutabréfaskráning, verðbréfaréttur
5. Endurskoðun með áherslu á fjármögnun
6. Reikningsskilastaðlar er tengjast fjármálagerningum og fjármögnun
7. Greining á skýringum er tilheyra fjármögnun og virðismati
8. Fjármögnun og flokkun þeirra
9. Fjármálamarkaðir, fjárhagsleg stigagjöf (rate) félaga og aðrar
kennitölur.

Sjá hæfniviðmið í kennsluskrá HÍ.

Umsókn:
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá kennsluskrá hér:
Kennsluskrá HÍ

Sjá stundatöflu hér:
Stundatafla

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Fjármögnun og fjárhagsstaða fyrirtækja

Verð
96500

<span class="fm-plan">Markmi&eth;i&eth; er a&eth; veita inns&yacute;n &iacute; fj&aacute;rm&ouml;gnunar ferla fyrirt&aelig;kja, hvort sem um er a&eth; r&aelig;&eth;a hlutafj&aacute;r&uacute;tbo&eth;, endurfj&aacute;rm&ouml;gnun, skammt&iacute;mafj&aacute;rm&ouml;gnun, fj&aacute;rhagserfi&eth;leikar e&eth;a anna&eth;. Veitt er inns&yacute;n &iacute; fj&aacute;rm&aacute;lamarka&eth;inn og hvernig n&aacute;lgast skal endursko&eth;un &aacute; fj&aacute;rm&aacute;lagerningum og fj&aacute;rm&ouml;gnun fyrirt&aelig;kja.</span>