Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Félaga- og skuldaskilaréttur

(VIÐ121F)
Verð 96.500 kr.

UMSÓKNARFRESTUR TIL OG MEÐ 8. OKTÓBER
Kennt er á dagtíma. Stundatafla verður birt hjá viðkomandi deild. Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

26.7 klst.

Umsjónarmenn: Ásmundur G Vilhjálmsson, aðjunkt og Einar Guðbjartsson, dósent

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

UMSÓKNARFRESTUR TIL OG MEÐ 8. OKTÓBER

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Fjallað verður um viðfangsefni og réttarheimildir félagaréttar. Farið verður yfir mismunandi flokka félaga og mismunandi sjónarmið við úrlausn álitaefna. Gerð verður grein fyrir einkennum helstu tegunda fjárhagslegra félaga.

Til umfjöllunar verður m.a. fjárhagslegur grundvöllur þeirra og reglur sem lúta að stöðu viðsemjenda þeirra, stjórnkerfi, ábyrgð stjórnenda og endurskoðenda og réttarstöðu félagsmanna.

Meginefni námskeiðsins snertir einkahlutafélög og hlutafélög og þau grundvallaratriði sem leiða af takmarkaðri ábyrgð eigenda þeirra, þ.e. um vernd fjármuna þessara félaga. Er þar um að ræða reglur um innborgun hlutafjár, skráningu hlutafjár, hækkun og lækkun hlutafjár, eigin hluti og reglur um útgreiðslu fjár með arði eða við slit félaga.

Rætt verður um samruna og skiptingu hlutafélaga og þær reglur sem uppfylla þarf í því sambandi. Þá verður rætt um greiðslustöðvun, nauðasamninga og gjaldþrotaskipti félaga.

Einnig verður fjallað um hlutverk endurskoðenda í tengslum við störf þeirra fyrir félög.

Sjá hæfniviðmið í kennsluskrá HÍ.

Umsókn:
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá kennsluskrá hér:
Kennsluskrá HÍ

Sjá stundatöflu hér:
Stundatafla

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Félaga- og skuldaskilaréttur

Verð
96500

<span class="fm-plan">Fjalla&eth; ver&eth;ur um vi&eth;fangsefni og r&eacute;ttarheimildir f&eacute;lagar&eacute;ttar. Fari&eth; ver&eth;ur yfir mismunandi flokka f&eacute;laga og mismunandi sj&oacute;narmi&eth; vi&eth; &uacute;rlausn &aacute;litaefna. Ger&eth; ver&eth;ur grein fyrir einkennum helstu tegunda fj&aacute;rhagslegra f&eacute;laga.</span>