Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Fjármála- og eiginfjárgerningar

(VIÐ147F)
Verð 96.500 kr.

UMSÓKNARFRESTUR TIL OG MEÐ 8. OKTÓBER
Kennt er á dagtíma. Stundatafla verður birt hjá viðkomandi deild. Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

26.7 klst.

Davíð Arnar Einarsson, Jón Sturla Jónsson og Ragnar Sigurmundsson
Umsjónarmaður: Einar Guðbjartsson, dósent

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

UMSÓKNARFRESTUR TIL OG MEÐ 8. OKTÓBER

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Á námskeiðinu verður farið yfir alþjóðlegar reikningsskilareglur sem gilda um helstu fjármálagerninga frá sjónarhóli fjármálafyrirtækja, þ.e. banka, tryggingafélaga og lífeyrissjóða.

Í námskeiðinu er lög áhersla á reikningskilaleg viðfangsefni vegna fjármála- og eiginfjárgerninga. Sérstaklega verður alþjóðlegum reikningsskilastaðalarnir IAS 39 Financial Instruments: Recognition and Measurement og IFRS 7 Financial Instruments: Disclosures skoðaðir og tenging þeirra við aðra reikningsskilastaðla.

Sjá hæfniviðmið í kennsluskrá HÍ.

Undanfarar / Forkröfur:
Nauðsynleg undirstaða VIÐ503G Fjármálagerningar
Nemendum er ekki heimilt að skrá sig í námskeið á seinna námsári, nema að hafa klárað 30 ECTS einingar í námskeiðum af fyrra námsári. Ef nemandi skráir sig samtímis, þ.e. á sama námsári, í námskeið sem kennd eru á fyrra og seinna námsárinu, þá er það gert á ábyrgð nemanda. Verkefnaskil og próf geta verið á sama tíma eða mjög nálægt hvort öðru í tímasetningu.

Umsókn:
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá kennsluskrá hér:
Kennsluskrá HÍ

Sjá stundatöflu hér:
Stundatafla

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Fjármála- og eiginfjárgerningar

Verð
96500

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fari&eth; yfir al&thorn;j&oacute;&eth;legar reikningsskilareglur sem gilda um helstu fj&aacute;rm&aacute;lagerninga fr&aacute; sj&oacute;narh&oacute;li fj&aacute;rm&aacute;lafyrirt&aelig;kja, &thorn;.e. banka, tryggingaf&eacute;laga og l&iacute;feyrissj&oacute;&eth;a.</span>