Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Markaðssetning á netinu

(VIÐ195F)
Verð 96.500 kr.

UMSÓKNARFRESTUR TIL OG MEÐ 8. OKTÓBER
Kennt er á dagtíma. Stundatafla verður birt hjá viðkomandi deild. Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

37.34 klst.

Ellert Rúnarsson, aðjunkt
Umsjónarmaður: Gunnar Óskarsson, lektor

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

UMSÓKNARFRESTUR TIL OG MEÐ 8. OKTÓBER

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

tafræna umhverfið er að gjörbreyta möguleikum í markaðssamskiptum og hvernig viðskipti eru stunduð. Stafræna tæknin hefur opnað óteljandi möguleika í markaðssetningu, framkvæmd viðskipta hefur tekið gríðarlegum breytingum og umtalsverð nýsköpun og þróun viðskiptalíkana hefur átt sér stað.

Í námskeiðinu verður farið yfir þróun og áhrif stafrænnar tækni á viðskiptahætti og markaðsaðgerðir, hvernig unnt er að nýta stafrænu tæknina til stuðnings við aðra leiðir í markaðssetningu og með hvaða hætti hún kemur til með að móta framtíðar markaðsstefnu í alþjóðlegu umhverfi.

Sérstök áhersla er lögð á ný tækifæri í beinni markaðssetningu og til að auka tryggð viðskiptavina. Rætt verður um innviði í stafrænum viðskiptum, stefnumótun, áhrif á virðiskeðjuna, stafræna markaðssetningu, stjórnun viðskiptatengsla, upplifun viðskiptavina, hönnun þjónustu og umbreytingu viðskiptahátta.

Nemendur munu öðlast skilning á hlutverki og mikilvægi stafrænnar markaðssetningar í ólíkri starfsemi, svo sem einkareknum fyrirtækjum, opinberri starfsemi og sjálfboðaliðasamtökum. Í námskeiðinu verður jafnframt fjallað um samtímamálefni eins og öryggi, hönnun vefsíða, alþjóðavæðingu, greiningu á arðsemi fjárfestinga og breyttan lífsstíl neytenda.

Mikil áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda í námskeiðinu. Hér er ekki um tæknilegt námskeið að ræða, heldur er áhersla lögð á að nemendur öðlist innsýn í að velja heppilegustu stafrænu tæknina og miðla til að auka samkeppnishæfni.

Sjá hæfniviðmið í kennsluskrá HÍ.

Umsókn:
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá kennsluskrá hér:
Kennsluskrá HÍ

Sjá stundatöflu hér:
Stundatafla

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Markaðssetning á netinu

Verð
96500

<span class="fm-plan">tafr&aelig;na umhverfi&eth; er a&eth; gj&ouml;rbreyta m&ouml;guleikum &iacute; marka&eth;ssamskiptum og hvernig vi&eth;skipti eru stundu&eth;. Stafr&aelig;na t&aelig;knin hefur opna&eth; &oacute;teljandi m&ouml;guleika &iacute; marka&eth;ssetningu, framkv&aelig;md vi&eth;skipta hefur teki&eth; gr&iacute;&eth;arlegum breytingum og umtalsver&eth; n&yacute;sk&ouml;pun og &thorn;r&oacute;un vi&eth;skiptal&iacute;kana hefur &aacute;tt s&eacute;r sta&eth;.</span>