Valmynd
Velkomin á nýja heimasíðu! | Ef einhverjar spurningar vakna má senda okkur fyrirspurn í gegnum endurmenntun@hi.is
Mán. 12. og mið. 14. apríl kl. 13:00 - 17:00
Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri hjá Isavia
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.
Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök og grunnatriði verkefnastjórnunar. Lögð er áhersla á gerð verkefnisáætlunar sem er grundvöllur að góðri verkefnastjórnun. Námskeiðið veitir heildarsýn á uppbyggingu verkefna og hlutverk verkefnastjórans.
• Verkefnisgreiningar m.a. hagsmunaaðila- og áhættugreiningar.
• Árangursmælikvarða og markmiðasetningu.
• Sundurliðun verkefnis í verkþætti og gerð tíma- og kostnaðaráætlana.
• Stjórnskipulag verkefnis og samskipti.
• Ræs og lúkning verkefna.
• Þróar hæfni til að leiða verkefni og vinna í verkefnum til betri árangurs.
• Þróar hæfni til að vinna í hópi með raunveruleg verkefni.
• Gott upphaf að undirbúningi fyrir IPMD D vottun og meira nám í verkefnastjórnun.
Námskeiðið er fyrir fólk úr öllum geirum atvinnulífsins þar sem vinna í verkefnum er stór hluti af daglegu starfi.
Kennsla fer fram með fyrirlestrum og hópæfingum þar sem nemendur takast á við aðferðafræði og beita henni á raunveruleg dæmi.
Athugið - ef þátttakandi sækir bæði Verkefnastjórnun - fyrstu skrefin og Verkefnastjórnun - verkefnisáætlun á tveimur samliggjandi misserum er veittur 20% afsláttur af seinna námskeiðinu.
Sveinbjörn Jónsson, M.Sc. í verkfræði og MPM. Sveinbjörn er samræmingarstjóri hjá Isavia.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök og grunnatriði verkefnastjórnunar. Lögð er áhersla á gerð verkefnisáætlunar sem er grundvöllur að góðri verkefnastjórnun. Námskeiðið veitir heildarsýn á uppbyggingu verkefna og hlutverk verkefnastjórans.</span>