Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Veður og veðurfarsfræði

Fyrir framhaldsskólakennara
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 28. maí
Gjaldfrjálst
Aðeins 2 sæti laus

Mán. 7. og þri. 8. júní kl. 9:00 - 16:00

12 klst.

Fagleg umsjón: Birgir Martin Barðason, netfang: birgirmartin@gmail.com.
Kennari: Haraldur Ólafsson, prófessor við HÍ

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Haldið í samstarfi við Félag raungreinakennara

Farið verður í eftirfarandi atriði með tilvísunum í veður á Íslandi eftir því sem við á og kynntar verða uppsprettur gagna á vefnum:

• Stærðargráður, ferli og kraftar í lofthjúpi jarðar
• Veðrakerfi á stórum kvarða, lægðir og hæðir
• Veðrakerfi á millikvarða, hafgola, brekkuvindur, fallvindur, landgola og rastir við fjöll
• Geislunarbúskapurinn
• Veðurfar og veðurfarsbreytingar
• Efasemdir, afneitun og hamfarir í veðurfarsmálum
• Veðurspár og veðurgögn

Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og/eða gistikostnaði
Upplýsingar um endurgreiðslu ferða- og gistikostnað þátttakenda utan að landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna hér: Ferða- og gistikostnaður 2021 (PDF).

Fyrir hverja

Framhaldsskólakennara og kennara á öðrum skólastigum, ef pláss leyfir.

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 38.000 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluseðill verður þá sendur til viðkomandi.

Veður og veðurfarsfræði

Verð
0