Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Frásagnir sem lykilþáttur í kennslu spænsku sem erlends tungumáls

Fyrir framhaldsskólakennara
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 30. júlí
Gjaldfrjálst
Nýtt

Mán. 9. og þri. 10. ágúst kl. 10:00 - 15:00

10 klst.

Fagleg umsjón: Ragnheiður Kristinsdóttir.
Kennari: Vicenta González, PhD í heimspeki og menntunarfræðum.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Haldið í samstarfi við Félag spænskukennara á Íslandi

Nú þegar frásögn (e. storytelling) er æ meira áberandi í daglegu lífi í okkar samfélagi, t.a.m. á netinu og samfélagsmiðlum, er vert að skoða hvernig kennarar erlendra tungumála geta nýtt sér þennan tjáningamáta við kennslu. Hver og ein kennslustund felur í sér sögu með söguþræði, framvindu og endi sem kennari hefur lagt upp með. Í þessu námskeiði munu kennarar kafa undir yfirborðið og gera sögunni hátt undir höfuð og nota hana sem lykilþátt í skipulagi kennslustundar okkar. Frásagnarformið er því notað sem skipulagstækni í kennslustund sem og verkfæri fyrir kennara til að hanna verkefni og hvetja nemendur til sköpunar og sjálfstæðra vinnubragða.

Námskeiðinu er skipt upp í tvo hluta; annars vegar skipulagningu kennslustundar með sagnaformið í huga, ígrundun kennsluaðferða og verkefna. Hins vegar mun kennari leiða þátttakendur í gegnum markvissa hönnun á námsefni/verkefnauppsetningu með frásögn í huga, þar sem lögð er áhersla á að skoða markmið hvers verkefnis og mat á því.

Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og/eða gistikostnaði
Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan að landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna hér: Ferða- og gistikostnaður 2021 (PDF).

Fyrir hverja

Framhaldsskólakennara og kennara á öðrum skólastigum, ef pláss leyfir. Kennt er á spænsku.

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 38.000 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluseðill verður þá sendur til viðkomandi.

Frásagnir sem lykilþáttur í kennslu spænsku sem erlends tungumáls

Verð
0