Fjarnámskeið

Gerð öryggisáætlana í íslenskri ferðaþjónustu

- fróðleikur fyrir leiðsögumenn og ferðaþjónustuaðila
Verð 28.500 kr.
Í gangi

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Mán 8. apríl kl. 19:00 - 22:00

3 klst.

Guðmundur Björnsson ferðamálafræðingur og leiðsögumaður

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Á þessu kynningarnámskeiði fá þátttakendur innsýn í grundvallarhugtök og verkferli við gerð öryggisáætlana í íslenskri ferðaþjónustu. Þátttakendur fá skilning á því hvernig öryggisáætlanir eru gerðar, tilgang þeirra og hvaða þætti þeir þurfa að taka tillit til þegar þeir fara að gera sínar eigin áætlanir.

Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig á að greina eigi áhættuþætti í viðkomandi starfsemi, hvernig öryggisáætlun samanstendur af fjórum meginþáttum; áhættumati, verklagsreglum, viðbragðsáætlun og atvikaskýrslu. Einnig verður kynnt hvernig best er nýta sér eyðublöð og önnur hjálpartæki við gerð eigin öryggisáætlana.

Á námskeiðinu er stuðst við leiðbeiningar Vakans - gæða og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar um hvernig búa eigi til öryggisáætlunir. Þessar leiðbeiningar gefa þátttakendum skýran ramma og gagnlega nálgun við þetta mikilvæga verkefni.

Fjallað verður um og sýnt hvernig hægt er að nota gervigreindartólið ChatGPT frá OpenAI til að aðstoða við gerð öryggisáætlana. ChatGPT er gagnlegt tól til að leita upplýsinga og fá leiðbeiningar eða svör við spurningum sem kunna að koma upp í ferlinu.

Lögð verður sérstök áhersla á mikilvægi þess að aðilar sem starfa í ferðaþjónustu á íslensku yfirráðasvæði hafi gilda öryggisáætlun og að samkvæmt lögum um Ferðamálastofu nr. 96/2018 ber að uppfæra öryggisáætlun árlega.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái alla þá þekkingu og verkfæri sem þeir þurfa til að gera eigin öryggisáætlanir og uppfæra þær reglulega.

Á námskeiðinu er fjallað um

Skilgreiningar og yfirlit yfir það sem öryggisáætlun felur í sér.
Hvernig byrja á, hvaða skrefum þarf að fylgja og hvernig eigi að ljúka verkefninu.
Hvernig á að greina, meta og flokka áhættuþætti í ferðaþjónustu.
Fjóra þætti öryggisáætlunar; áhættumat, verklagsreglur, viðbragðsáætlun og atvikaskýrslu.
Hvernig búa eigi til öryggisáætlun skv. leiðbeiningum Vakans gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar.
Eyðublöð, önnur hjálpartæki og hvernig ChatGPT getur aðstoðað við gerð öryggisáætlana.
Lög sem gilda um öryggisáætlanir í ferðaþjónustu, sbr. lög um Ferðamálastofu nr. 96/2018.
Mikilvægi þess að hafa gilda öryggisáætlun og að uppfæra hana reglulega.

Ávinningur þinn

Innsýn í helstu þætti og ferli áhættumats og öryggisáætlana í íslenskri ferðaþjónustu.
Þú lærir hvernig á að framkvæma áhættumat og búa til öryggisáætlun fyrir mismunandi aðstæður í íslenskri ferðaþjónustu.
Þú lærir hvernig hægt er að nota gervigreind til að hjálpa sér við gerð áhættumats og öryggisáætlana.
Þú færð leiðbeiningar og lista með hugmyndum að leitarorðum/skipunum (e. prompts) til að auðvelda notkun á ChatGPT.
Þú skilur áhættuþætti og hvernig hægt er að draga úr þeim og býrð þig undir bera ábyrgð á öryggi viðskiptavina og starfsfólks.
Þú færð dæmi um áhættumat og öryggisætlanir fyrir nokkra helstu áfangastaði ferðamanna á Íslandi, t.d.: Þverfellshorn, Hvannadalshnúk, Gullna hringinn, Demantshringinn, Bláa Lónið, Reynisfjöru og Jökulsárlón svo eitthvað sé nefnt.
Þátttakendur verða meðvitaðari um gildandi lög og reglugerðir sem tengjast öryggi í ferðaþjónustu.
Með því að hafa þekkingu og færni í þessum málum, eykst sjálfstraust þátttakenda í að takast á við óvæntar aðstæður og áhættuþætti í ferðaþjónustu.
Þátttakendur læra hvernig á að endurnýja og uppfæra áhættumat og öryggisáætlun reglulega eftir þörfum.
Tækifæri til að nýta þekkingu sína til að bæta þjónustu sína sem leiðsögumaður eða ferðaþjónustuaðili.
Tækifæri til að byggja upp tengslanet við aðra leiðsögumenn og aðila í ferðaþjónustu.

Fyrir hverja

Leiðsögumenn, ferðaþjónustuaðila, starfsfólk í ferðaþjónustu og aðra sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á þessu sviði.

Nánar um kennara

Guðmundur Björnsson er ferðamálafræðingur og leiðsögumaður.
Hann starfar sem verkefnastjóri og stundakennari hjá HÍ og er faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Guðmundur hefur um árabil kennt gerð áhættumats og öryggisáætlana við land- og ferðamálafræðideild HÍ og í leiðsögunáminu hjá EHÍ. Þá hefur hann veit ráðgjöf og komið að gerð öryggisáætlana m.a. fyrir stóra bandaríska ferðaskrifstofu sem er með á annað hundrað ferðir árlega um Ísland.

Aðrar upplýsingar

Gott er fyrir þátttakendur að mæta með tölvu eða spjaldtölvu en það er ekki nauðsynlegt.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Gerð öryggisáætlana í íslenskri ferðaþjónustu

Verð
28500

<span class="fm-plan">&Aacute; &thorn;essu kynningarn&aacute;mskei&eth;i f&aacute; &thorn;&aacute;tttakendur inns&yacute;n &iacute; grundvallarhugt&ouml;k og verkferli vi&eth; ger&eth; &ouml;ryggis&aacute;&aelig;tlana &iacute; &iacute;slenskri fer&eth;a&thorn;j&oacute;nustu. &THORN;&aacute;tttakendur f&aacute; skilning &aacute; &thorn;v&iacute; hvernig &ouml;ryggis&aacute;&aelig;tlanir eru ger&eth;ar, tilgang &thorn;eirra og hva&eth;a &thorn;&aelig;tti &thorn;eir &thorn;urfa a&eth; taka tillit til &thorn;egar &thorn;eir fara a&eth; gera s&iacute;nar eigin &aacute;&aelig;tlanir.</span>