Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Nútímabókmenntir

Fyrir framhaldsskólakennara
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 3. ágúst
Gjaldfrjálst

Fullbókað - Biðlisti í síma 525 4444
Nýtt

Fim. 12. og fös. 13. ágúst kl. 9:00 - 16:00

12 klst.

Fagleg umsjón: Einar Björn Magnússon
Kennarar: Jón Yngvi Jóhannsson, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, Bergljót Kristjánsdóttir auk nokkurra framhaldsskólakennara sem segja frá sinni kennslu.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Samtök móðurmálskennara

Markmið námskeiðsins að finna leiðir fyrir kennara til að efla bókmenntalæsi og skilning nemenda.  Hvernig á að nálgast efnið? Hvaða leiðir eru færar, hvaða áherslur eru mikilvægar og hvaða þekkingu, hæfni og leikni eiga nemendur að hafa að loknu náminu? Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, kynningum og verkefnavinnu. Áhersla verður á hagnýti námskeiðsins svo að kennarar séu reiðubúnir að fara bæði nýjar leiðir og eflast í eigin kennslu.

Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og/eða gistikostnaði
Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan að landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna hér: Ferða- og gistikostnaður 2020.

Fyrir hverja

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 38.000 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluseðill verður þá sendur til viðkomandi.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Nútímabókmenntir

Verð
0