Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Stafræn framsetning á verklegri kennslu fyrir listgreinar

Fyrir framhaldsskólakennara
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 24. maí
Gjaldfrjálst

Fullbókað - Biðlisti í síma 525 4444
Nýtt

Fim. 3., fös. 4, mán. 7., þri. 8. og mið. 9. júní kl. 8:30 - 17:00

35 klst.

Fagleg umsjón: Soffía M. Magnúsdóttir, netfang: smm@fb.is.
Kennari: Halldór Bragason, kennari í stafrænni hönnun í Tækniakademíunni

Námskeiðið fer fram í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.

Námskeið

Í samstarfi við FATEX, félag fata- og textílkennara í framhaldsskólum

Á námskeiðinu verður farið yfir tæknilegar lausnir við gerð stafræns efnis fyrir listgreinar. Þátttakendur gera sitt eigið kennsluefni út frá sínum greinum og unnið verður í tveggja manna hópum. Farið verður í mikilvægi góðrar undirbúningsvinnu, að búa til handrit fyrir upptöku, upptöku námsefnis, streyma beint í kennslu, OBS - tengingar og viðbætur, myndavélar, lýsingu og aukabúnað. Farið verður í Microsoft Teams, Stream, Sharepoint , Forms, Google Drive og önnur verkfæri Google. Í lokin verður kynning á hljóðvarpi og heimsókn í framtíðarstofu Tækniskólans.

Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og/eða gistikostnaði
Upplýsingar um endurgreiðslu á ferða- og gistikostnaði þátttakenda utan að landi vegna þátttöku á sumarnámskeiðum má finna hér: Ferða- og gistikostnaður 2021 (PDF).

Fyrir hverja

Framhaldsskólakennara og kennara á öðrum skólastigum, ef pláss leyfir. Meðlimir FATEX ganga fyrir.

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 47.000 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluseðill verður þá sendur til viðkomandi.

Stafræn framsetning á verklegri kennslu fyrir listgreinar

Verð
0