Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Sálræn meðferð við geðhvörfum

Verð 43.900 kr.
Aðeins 3 sæti laus

Fim. 20. maí kl. 9:00 - 16:00

7 klst.

Halla Ósk Ólafsdóttir, sálfræðingur á Landspítalanum.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Vinnustofa í samstarfi við Félag um hugræna atferlismeðferð

Vinnustofan er hluti af námi í hugrænni atferlismeðferð.

Geðhvörf eru alvarleg geðröskun sem hefst oft snemma á lífsleiðinni. Þar sem geðhvörf koma oftast fyrst fram hjá ungu fólki hefur röskunin mikil áhrif á tækifæri fólks til náms og starfa á lífsleiðinni auk þess að valda skerðingu á lífsgæðum fólks. Algengt er að fólk með geðhvörf greinist að auki með aðrar geðraskanir eins og vímuefnavanda eða kvíðaröskun sem gerir greiningu og meðferð flóknari fyrir vikið.

Áður fyrr var talið að geðlyfjameðferð væri ein og sér fullnægjandi meðferð við geðhvörfum. Rannsóknir á nýliðnum áratugum hafa leitt í ljós að svo er ekki og samhliða því hefur sálfélagslegum meðferðarúrræðum við geðhvörfum fjölgað. Rannsóknir hafa leitt í ljós að snemmtæk inngrip við meðferð geðhvarfa gefa hvað besta raun.

Á vinnustofunni verður lögð áhersla á greiningu og mat á geðhvörfum þar sem góður skilningur á birtingarmynd geðhvarfa er forsenda fyrir árangursríkri meðferð. Farið verður yfir helstu geðlyfin sem notuð eru í meðferð geðhvarfa en þekking á þeim getur verið gagnleg í sálfræðilegri meðferð. Fjallað verður um þá sameiginlegu þætti sem allar sálfræðilegar meðferðir við geðhvörfum innihalda. Að lokum verður fjallað um hugræna atferlismeðferð við geðhvörfum og hvað ber að hafa í huga þegar fólki með geðhvörf er veitt sálfræðimeðferð við öðrum meðfylgjandi vanda eins og kvíðaröskunum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Greiningu og mat á geðhvörfum
Birtingarmynd
Faraldsfræði
Sjálfsvígshættu
Mismunargreiningu
Niðurstöður rannsókna á árangri sálfræðimeðferða
Kortlagningu snemmbúinna hættumerkja fyrir nýjum veikindalotum
Sameiginlega þætti í sálfræðilegum meðferðum
Meðferð við þunglyndi í geðhvörfum
Hugræna atferlismeðferð við geðhvörfum
Bakslagsvarnir

Ávinningur þinn

Aukin þekking á greiningu og meðferð geðhvarfa
Ráðleggingar um hvað ber að varast og nauðsynlegt er að huga að í sálfræðilegri meðferð fólks með geðhvörf

Fyrir hverja

Sálfræðinga og geðlækna.

Nánar um kennara

Halla Ósk Ólafsdóttir lauk Cand. Psych prófi frá Háskóla Íslands árið 2012 og fékk starfsleyfi sem sálfræðingur sama ár. Eftir útskrift starfaði hún fyrst um sinn hjá Janus endurhæfingu, en lengst af, eða frá árinu 2014, hefur hún starfað sem sálfræðingur á Landspítalanum. Á Landspítalanum hefur Halla starfað sem sálfræðingur á mótttökugeðdeild, í samfélagsgeðteymi og í þunglyndis og kvíðateymi. Árið 2016 hófst undirbúningsvinna að því að stofna fyrsta sérhæfða meðferðarteymið fyrir fólk með geðhvörf á Íslandi. Tók Halla þátt í þeirri vinnu og hefur starfað í geðhvarfateymi Landspítala allt frá stofnun þess árið 2017. Frá árinu 2017 hefur Halla sinnt kennslu, rannsóknum og haldið fjölda fyrirlestra um greiningu og meðferð við geðhvörfum auk þess að leiðbeina Mastersnemum við rannsóknarverkefni tengdum geðhvörfum. Árið 2020 hóf Halla doktorsnám við Háskólann í Reykjavík í samstarfi við Landspítala þar sem hún rannsakar árangur sálfræðimeðferðarinnar „Atferlisvirkjun“ við þunglyndi í geðhvörfum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sálræn meðferð við geðhvörfum

Verð
43900

<span class="fm-plan">Vinnustofan er hluti af n&aacute;mi &iacute; hugr&aelig;nni atferlisme&eth;fer&eth;.</span>