Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Fjarnámskeið

Inngangur að ferðamálafræði (FER101G)

SUMARÚRRÆÐI STJÓRNVALDA
Verð 3.000 kr.

Hefst þriðjudaginn 1. júní og því lýkur mánudaginn 19. júlí. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00 - 12:20

40 klst.

Guðmundur Björnsson, aðjúnkt í ferðamálafræði og leiðsögumaður

Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi. Þegar kennt er í rauntíma fer kennsla fram í gegnum ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Í samstarfi við Háskóla Íslands

Skráðu þig á fjarkynningu á eininganámskeiðum HÉR.

Fjallað um upphaf og þróun ferðamennsku og ferðalaga. Kynnt verða helstu viðfangsefni, hugtök og kenningar ferðamálafræðinnar.
Námið er eingöngu í fjarnámi.
Þegar kennt er í rauntíma ferð kennsla fram í gegnum Zoom.
Námskeiðið má fá metið til eininga í grunnnám í Ferðamálafræði við HÍ þar sem þetta námskeið er skyldunámskeið á fyrsta ári. Þeir sem hyggjast fara í Leiðsögunám hjá Endurmenntun HÍ geta fengið námskeiðið metið til eininga. Námskeiðið hentar einnig þeim sem hafa áhuga á ferðamennsku og vilja dýpka þekkingu sína á fræðunum. Möguleiki er á að sækja námskeiðið án námsmats og eininga.

Námið er allt í fjarnámi. Fyrirlestrar eru ýmist upptökur eða fyrirlestrar í rauntíma sem þá eru teknir upp og eru aðgengilegir á kennsluvef að tíma loknum. Þannig getur nemandi horft á fyrirlestra þegar honum hentar og eins oft og hann vill. Kennslutímar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00 - 12:20. Sjá nánar drög að kennsluáætlun(PDF). Þeir kennslutímar sem eru í rauntíma eru sérmerktir í kennsluskrá og geta nemendur tekið þátt í þeim í gegnum Zoom.

Á námskeiðinu er fjallað um

Námskeiðinu er ætlað að kynna hugtök og kenningar í ferðamálafræðum. Sá fræðilegi grunnur á að veita nemendum víðari sýn á samfélagslegar orsakir ferðamennsku, áhrif hennar á umhverfi, samfélag og hagkerfi sem og að greina möguleika og vandamál samfara vexti og uppbyggingu greinarinnar. Fjallað er um upphaf og þróun ferðamennsku og ferðalaga og hvert straumar ferðamanna liggja.

Ávinningur þinn

Geta lýst helstu hugtökum og kenningum í ferðamálafræðum og geti beitt þeim rétt í mæltu og rituðu máli.
Geta lagt mat á áhrif ferðamennsku á samfélag, umhverfi og efnahagslíf og túlkað þau í ljósi kenninga.
Geta lagt mat á gildi kenninga greinarinnar, gagnrýnt þær og borið saman.
Fá innsýn í markhópagreiningu ferðaþjónustunnar.
Geta greint tölulegar upplýsingar um ferðamennsku og viðhaldið þekkingumeðal annars með því að nýta helstu tölulegar upplýsingaveitur um ferðaþjónustu og innlend og alþjóðleg gagnasöfn.
Geta beitt öguðum og skipulögðum vinnubrögðum við úrlausn og kynningu verkefna.
Geta unnið að lausn verkefna í samstarfi við aðra.

Fyrir hverja

Námskeiðið er tilvalið fyrir þá stúdenta sem hyggjast fara í grunnnám í Ferðamálafræði við HÍ þar sem þetta námskeið er skyldunámskeið á fyrsta ári og fæst þetta námskeið metið að fullu í grunnnámið. Einnig er námskeið kjörið fyrir alla þá sem starfa í ferðaþjónustu sem vilja kynna sér helstu viðfangsefni, hugtök og kenningar ferðamálafræðinnar. Þá geta þeir sem hyggjast fara í Leiðsögunám tekið þetta námskeið og fengið það metið upp í námskeiðið Ferðaþjónusta og áhrif ferðamennsku sem er hluti af því námi.

Aðrar upplýsingar

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærileg menntun.

SUMARÚRRÆÐI STJÓRNVALDA.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Inngangur að ferðamálafræði (FER101G)

Verð
3000

<span class="fm-plan">Skr&aacute;&eth;u &thorn;ig &aacute; fjarkynningu &aacute; einingan&aacute;mskei&eth;um <a target="_blank" href="https://fb.me/e/PtNbQ4yH"> H&Eacute;R</a>.<br/><br/>Fjalla&eth; um upphaf og &thorn;r&oacute;un fer&eth;amennsku og fer&eth;alaga. Kynnt ver&eth;a helstu vi&eth;fangsefni, hugt&ouml;k og kenningar fer&eth;am&aacute;lafr&aelig;&eth;innar. <br/>N&aacute;mi&eth; er eing&ouml;ngu &iacute; fjarn&aacute;mi.<br/>&THORN;egar kennt er &iacute; raunt&iacute;ma fer&eth; kennsla fram &iacute; gegnum Zoom.<br/>N&aacute;mskei&eth;i&eth; m&aacute; f&aacute; meti&eth; til eininga &iacute; grunnn&aacute;m &iacute; Fer&eth;am&aacute;lafr&aelig;&eth;i vi&eth; H&Iacute; &thorn;ar sem &thorn;etta n&aacute;mskei&eth; er skyldun&aacute;mskei&eth; &aacute; fyrsta &aacute;ri. &THORN;eir sem hyggjast fara &iacute; <a target=&quot;_blank&quot; target="_blank" href="https://www.endurmenntun.is/namsbrautir/stok-namsbraut?courseID=551H21">Lei&eth;s&ouml;gun&aacute;m</a> hj&aacute; Endurmenntun H&Iacute; geta fengi&eth; n&aacute;mskei&eth;i&eth; meti&eth; til eininga. N&aacute;mskei&eth;i&eth; hentar einnig &thorn;eim sem hafa &aacute;huga &aacute; fer&eth;amennsku og vilja d&yacute;pka &thorn;ekkingu s&iacute;na &aacute; fr&aelig;&eth;unum. M&ouml;guleiki er &aacute; a&eth; s&aelig;kja n&aacute;mskei&eth;i&eth; &aacute;n n&aacute;msmats og eininga.</span>