Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Fjarnámskeið

Ferðamennska og umhverfi (LAN410G)

SUMARÚRRÆÐI STJÓRNVALDA
Verð 3.000 kr.

Hefst þriðjudaginn 1. júní og því lýkur þriðjudaginn 20. júlí. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:00 - 15:20.

40 klst.

Guðmundur Björnsson, aðjúnkt í ferðamálafræði og leiðsögumaður

Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi. Þegar kennt er í rauntíma ferð kennsla fram í gegnum ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Í samstarfi við Háskóla Íslands

Skráðu þig á fjarkynningu á eininganámskeiðum HÉR.

Fjallað verður um náttúru og landslag sem auðlind ferðamennsku með áherslu á samspils manns og náttúru. Umhverfissjónarmið eru mikið í umræðunni bæði hérlendis sem erlendis. Gefin verður innsýn í sögu náttúruverndar og tengsl ferðamennsku og náttúruverndar rædd og skoðuð í alþjóðlegu samhengi.
Námskeiðið má fá metið til eininga í grunnnám í Ferðamálafræði við HÍ þar sem þetta námskeið er skyldunámskeið á öðru ári. Þeir sem hyggjast fara í Leiðsögunám hjá Endurmenntun HÍ geta fengið námskeiðið metið. Námskeiðið hentar einnig þeim sem hafa áhuga á ferðamennsku og umhverfismálum. Möguleiki er á að sækja námskeiðið án námsmats og eininga.

Námið er allt í fjarnámi. Fyrirlestrar eru ýmist upptökur eða fyrirlestrar í rauntíma sem þá eru teknir upp og eru aðgengilegir á kennsluvef að tíma loknum. Þannig getur nemandi horft á fyrirlestra þegar honum hentar og eins oft og hann vill. Kennslutímar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:00 - 15:20. Sjá nánar drög að kennsluáætlun(PDF). Þeir kennslutímar sem eru í rauntíma eru sérmerktir í kennsluskrá og geta nemendur tekið þátt í þeim í gegnum Zoom.

Á námskeiðinu er fjallað um

Fjallað verður um náttúru og landslag sem auðlind ferðamennsku. Áhersla verður lögð á samspil manns og náttúru. Gefin verður innsýn í sögu náttúruverndar og tengsl ferðamennsku og náttúruverndar rædd og skoðuð í alþjóðlegu samhengi. Áhrif ferðamennsku á umhverfi verða enn fremur rædd með áherslu á álag ferðamanna og þolmörk umhverfis. Fjallað verður um skipulag og stjórnun náttúrutengdrar ferðamennsku og skoðaðar mismunandi aðferðir sem þróaðar hafa verið erlendis. Sérstök áhersla verður lögð á sjálfbæra ferðamennsku og möguleikar þróunar slíkrar ferðamennsku hér á landi verða ræddir í ljósi skipulagningar og stjórnunar ferðamennsku.

Ávinningur þinn

Skilningur á samspili ferðamennsku og umhverfis.
Skilningur á samspili ferðamennsku og loftlagsbreytinga.
Skilningur á hlutverki náttúruverndar í ferðamennsku og þekkingu á stöðu Íslands í alþjóðlegri náttúruvernd.
Heildstæð mynd af samspili mismunandi áhrifaþátta ferðamennsku á umhverfi.
Þekking til að meta þolmörk umhverfis með tilliti til ferðamennsku.
Þekking og færni til að beita umhverfistúlkun.
Færni til að geta skipulagt og stýrt náttúrutengdri ferðamennsku á sjálfbæran hátt.

Fyrir hverja

Námskeiðið er tilvalið fyrir þá stúdenta sem hyggjast fara í grunnnám í Ferðamálafræði við HÍ þar sem þetta námskeið er skyldunámskeið á öðru ári og fæst þetta námskeið metið að fullu í grunnnámið. Námskeiðið er einnig kjörið fyrir alla þá sem starfa í ferðaþjónustu sem vilja kynna sér samspil ferðamennsku og umhverfis. Þá geta þeir sem hyggjast fara í Leiðsögunám tekið þetta námskeið og fengið það metið upp í námskeiðið Ferðaþjónusta og áhrif ferðamennsku sem er hluti af því námi.

Aðrar upplýsingar

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærileg menntun.

SUMARÚRRÆÐI STJÓRNVALDA.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Ferðamennska og umhverfi (LAN410G)

Verð
3000

<span class="fm-plan">Skr&aacute;&eth;u &thorn;ig &aacute; fjarkynningu &aacute; einingan&aacute;mskei&eth;um <a target="_blank" href="https://fb.me/e/PtNbQ4yH"> H&Eacute;R</a>.<br/><br/>Fjalla&eth; ver&eth;ur um n&aacute;tt&uacute;ru og landslag sem au&eth;lind fer&eth;amennsku me&eth; &aacute;herslu &aacute; samspils manns og n&aacute;tt&uacute;ru. Umhverfissj&oacute;narmi&eth; eru miki&eth; &iacute; umr&aelig;&eth;unni b&aelig;&eth;i h&eacute;rlendis sem erlendis. Gefin ver&eth;ur inns&yacute;n &iacute; s&ouml;gu n&aacute;tt&uacute;ruverndar og tengsl fer&eth;amennsku og n&aacute;tt&uacute;ruverndar r&aelig;dd og sko&eth;u&eth; &iacute; al&thorn;j&oacute;&eth;legu samhengi.<br/>N&aacute;mskei&eth;i&eth; m&aacute; f&aacute; meti&eth; til eininga &iacute; grunnn&aacute;m &iacute; Fer&eth;am&aacute;lafr&aelig;&eth;i vi&eth; H&Iacute; &thorn;ar sem &thorn;etta n&aacute;mskei&eth; er skyldun&aacute;mskei&eth; &aacute; &ouml;&eth;ru &aacute;ri. &THORN;eir sem hyggjast fara &iacute; <a target=&quot;_blank&quot; target="_blank" href="https://www.endurmenntun.is/namsbrautir/stok-namsbraut?courseID=551H21">Lei&eth;s&ouml;gun&aacute;m</a> hj&aacute; Endurmenntun H&Iacute; geta fengi&eth; n&aacute;mskei&eth;i&eth; meti&eth;. N&aacute;mskei&eth;i&eth; hentar einnig &thorn;eim sem hafa &aacute;huga &aacute; fer&eth;amennsku og umhverfism&aacute;lum. M&ouml;guleiki er &aacute; a&eth; s&aelig;kja n&aacute;mskei&eth;i&eth; &aacute;n n&aacute;msmats og eininga.</span>