Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Aðkoman og útisvæðið

- hressum upp á aðkomu hússins og pallinn/svalirnar
Verð 17.100 kr.
Aðeins 1 sæti laus

Mán. 26. apríl kl. 19:15 - 22:15

3 klst.

Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Hvernig getur útisvæðið þjónað þörfum fjölskyldunnar? Gefur aðkoman rétta mynd af heimili okkar? Á námskeiðinu verður farið yfir ýmislegt sem viðkemur heimreiðinni og því útisvæði sem tilheyrir heimilinu, s.s. liti, lýsingu, útihúsgögn, plöntur og fleira.

Aðkoman skiptir miklu máli því segja má að hún sé andlit heimilisins og því það fyrsta sem gefur fólki hughrif þegar það kemur að heimilinu okkar. Hvað er það sem laðar fólk að?

Á góðum sumrum er hvergi betra að vera en úti við og því skiptir máli að hafa umhverfið bæði fallegt og þægilegt. Hvernig vilt þú nýta pallinn eða svalirnar? Það er auðvelt að gera fallegt í kringum sig með þægilegum húsgögnum sem henta flestum tilefnum, með lýsingu, plöntum og öðrum hlutum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Aðkomuna – heimreiðina, hvað þarf til að gera hana aðlaðandi?
Hvernig má nýta pallinn eða svalirnar.
Val á húsgögnum.
Uppröðun húsgagna.
Hvernig má ná fram hlýju og fallegu umhverfi með lýsingu, áferð, smáhlutum o.fl.

Ávinningur þinn

• Aðferðir til að gera aðkomu heimilisins vistlega.
• Góð yfirsýn yfir það hverjar „reglurnar“ eru.
• Getur náð fram fallegri heild á pallinum eða svölunum.
• Að sjá mögulegar útfærslur á uppröðun og notkun fyrir mismunandi hluti.
• Innsýn í hvernig skapa má hlýlegt yfirbragð sem dregur mann út.

Fyrir hverja

Fyrir alla sem hafa áhuga á að fegra umhverfi sitt og vilja að íverustaðirnir uppfylli þarfir íbúanna.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Emilía Borgþórsdóttir er iðnhönnuður. Hún starfaði í Bandaríkjunum við húsgagnahönnun og innanhússhönnun í nokkur ár þar til hún flutti heim til Íslands. Emilía starfar nú sem sjálfstæður hönnuður við fjölbreytt verkefni.

Aðkoman og útisvæðið

Verð
17100

<span class="fm-plan">Hvernig getur &uacute;tisv&aelig;&eth;i&eth; &thorn;j&oacute;na&eth; &thorn;&ouml;rfum fj&ouml;lskyldunnar? Gefur a&eth;koman r&eacute;tta mynd af heimili okkar? &Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fari&eth; yfir &yacute;mislegt sem vi&eth;kemur heimrei&eth;inni og &thorn;v&iacute; &uacute;tisv&aelig;&eth;i sem tilheyrir heimilinu, s.s. liti, l&yacute;singu, &uacute;tih&uacute;sg&ouml;gn, pl&ouml;ntur og fleira.</span>