Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Fjarnámskeið

Áhættustýring og sviðsmyndagerð

SUMARÚRRÆÐI STJÓRNVALDA
Verð 3.000 kr.
Aðeins 4 sæti laus
Nýtt

Mán. 14. og 21. júní kl. 9:00 - 12:00

6 klst.

Eggert Þ. Þórarinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Áhættustýring er nauðsynlegur hluti af stjórnun fyrirtækja. Markmiðið með námskeiðinu er að efla áhættuvitund og þekkingu á helstu áhættuþáttum í rekstri. Meðal annars verður farið yfir greiningu, mat og stýringu áhættu og hönnun sviðsmynda.

Markviss áhættustýring er mikilvægur þáttur í að tryggja árangur í rekstri fyrirtækja. Farið verður yfir uppsprettur áhættu, svo sem markaðsáhættu, útlánaáhættu og rekstraráhættu. Skoðað verður hvernig áhætta raungerist og hver birtingarmynd hennar er. Hvernig hægt er að draga úr áhættu með áhættudreifingu og áhættuvörnum. Hönnun sviðsmynda verður svo rakin en sviðsmyndagreining er öflugt tæki til að auka skilning á áhrifum óvæntra atburða. Niðurstöður slíkrar greiningar má nota til að efla áhættuvarnir.

Á námskeiðinu er fjallað um

Grunnatriði áhættustýringar.
Helstu uppsprettur áhættu
Greiningu, mat og forgangsröðun áhættu.
Áhættudreifingu og áhættuvarnir.
Sviðsmyndagerð.

Ávinningur þinn

Aukin meðvitund um áhættu í rekstri.
Aukin hæfni til að greina áhættu og veikleika í rekstri.
Aukin þekking til að dreifa áhættu og beita áhættuvörnum.
Færni til að meta áhrif af óvæntum atburðum með sviðsmyndagerð.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað stjórnendum, greinendum og hagfræðingum sem koma að ákvörðunum um rekstur og fjármál fyrirtækja. Enn fremur nýtist það þeim sem vilja auka skilning sinn á áhættustýringu, áhættuvörnum og sviðsmyndagerð.

Aðrar upplýsingar

SUMARÚRRÆÐI STJÓRNVALDA.

Nánar um kennara

Eggert Þ. Þórarinsson er aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands. Hann er vélaverkfræðingur frá HÍ, hefur meistaragráðu í fjármálum frá University of Cambridge og er löggiltur verðbréfamiðlari.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Áhættustýring og sviðsmyndagerð

Verð
3000

<span class="fm-plan">&Aacute;h&aelig;ttust&yacute;ring er nau&eth;synlegur hluti af stj&oacute;rnun fyrirt&aelig;kja. Markmi&eth;i&eth; me&eth; n&aacute;mskei&eth;inu er a&eth; efla &aacute;h&aelig;ttuvitund og &thorn;ekkingu &aacute; helstu &aacute;h&aelig;ttu&thorn;&aacute;ttum &iacute; rekstri. Me&eth;al annars ver&eth;ur fari&eth; yfir greiningu, mat og st&yacute;ringu &aacute;h&aelig;ttu og h&ouml;nnun svi&eth;smynda.</span>