Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Fjarnámskeið

Hagnýt gagnavísindi með R

SUMARÚRRÆÐI STJÓRNVALDA
Verð 3.000 kr.
Aðeins 1 sæti laust

Mán. og mið. 14. - 23. júní kl. 8:30 - 12:30 (4x)

16 klst.

Viðar Ingason, hagfræðingur og gagnagreinandi hjá VR

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Hvað eru gagnavísindi (e. Data science) og af hverju eru þau svona vinsæl núna? Á námskeiðinu verður farið ítarlega í gegnum mikilvægustu þætti gagnavísinda. Þátttakendur munu læra að nota R (RStudio) og gagnavísindi m.a. til að takast á við verkefni sem erfitt er að fást við í töflureikni, læra að nota grammar of graphics til að búa til gröf, læra hvernig einfalda á ferlið frá hráum gögnum að lokaafurð og sjálfvirknivæða endurtekin verkefni.

Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir notkun R (RStudio), einu vinsælasta forritinu þegar kemur að gagnavísindum. Þátttakendur læra að búa til skýrslur og glærur inni í R og þannig einfalda ferlið frá hráum gögnum að lokaafurð.

Skoðað verður hvernig má hlaða inn gögnum úr mismunandi áttum. Þá verður farið yfir mikilvægustu atriðin við að hreinsa gögnin á hagkvæman hátt og koma þeim á tidy snið. Lögð verður rík áhersla á að þátttakendur öðlist góða færni í að draga fram mikið af upplýsingum úr gögnum, stórum sem smáum.

Þá verður farið ítarlega yfir hvernig má nota
grammar of graphics til að búa til glæsileg gröf.

Á námskeiðinu er fjallað um

Inngang að R.
RMarkdown.
Gagnavinnslu með dplyr pakkanum.
Myndræna framsetningu gagna með ggplot2 pakkanum.
Hvernig á að búa til tidy data með tidyr pakkanum.
Hvernig á að fylla inn í missing values.
Notkun stýrisetningar (if-else), for loop-u, kynning á functional programming og tímasetning R forrita.
Nánari námskeiðslýsing HÉR.

Ávinningur þinn

Stóraukin hæfni og hraði í greiningu og vinnslu gagna.
Færni í framkvæmd útreikninga og gerð grafa sem erfitt eða ómögulegt er að gera t.d. í hefðbundnum töflureikni.
Kunnátta við að láta tölvuna vinna einhæf verkefni fyrir þig.
Fækkar algengum villum með því að halda greiningu og skrifum eða gerð kynninga á sama stað.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir þá sem unnið hafa með gögn og vilja stórbæta og útvíkka þekkingu sína í greiningu gagna.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur þurfa að koma með eigin tölvu. Ætlast er til að þeir setji upp R og RStudio fyrir fyrstu kennslustund. Þátttakendur fá ítarlegar leiðbeiningar sendar um hvernig það er gert á það netfang sem gefið er upp við skráningu.

Engin ein kennslubók er notuð beint í þessu námskeiði.
Áhugasömum þátttakendum sem vilja ná góðum tökum á gagnavísindum er bent á eftirfarandi bækur:
R for Everyone: Advanced Analytics and Graphics eftir Jared P. LanderAðgengileg frá höfundi hér.
R for Data Science eftir Garrett Grolemund og Hadley Wickham

Nánar um kennara

Viðar Ingason er hagfræðingur og gagnagreinandi hjá VR. Hann er með meistaragráðu í hagfræði og yfir fimm ára reynslu af notkun gagnavísinda og vélarnáms. Viðar hefur kennt stærðfræði, hagfræði og fjármál við íslenska háskóla.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hagnýt gagnavísindi með R

Verð
3000

<span class="fm-plan">Hva&eth; eru gagnav&iacute;sindi (e. Data science) og af hverju eru &thorn;au svona vins&aelig;l n&uacute;na? &Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fari&eth; &iacute;tarlega &iacute; gegnum mikilv&aelig;gustu &thorn;&aelig;tti gagnav&iacute;sinda. &THORN;&aacute;tttakendur munu l&aelig;ra a&eth; nota R (RStudio) og gagnav&iacute;sindi m.a. til a&eth; takast &aacute; vi&eth; verkefni sem erfitt er a&eth; f&aacute;st vi&eth; &iacute; t&ouml;flureikni, l&aelig;ra a&eth; nota </span><span class="fm-italic">grammar of graphics</span><span class="fm-plan"> til a&eth; b&uacute;a til gr&ouml;f, l&aelig;ra hvernig einfalda &aacute; ferli&eth; fr&aacute; hr&aacute;um g&ouml;gnum a&eth; lokaafur&eth; og sj&aacute;lfvirkniv&aelig;&eth;a endurtekin verkefni.</span>