Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Ættfræðigrúsk

- fjölskyldusaga þín á netinu
Verð 31.500 kr.
Aðeins 4 sæti laus

Þri. 13. - 27. apríl kl. 19:30 - 21:30 (3x)

6 klst.

Stefán Halldórsson, félagsfræðingur, rekstrarhagfræðingur og ættfræðigrúskari

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Lærðu að nýta þér gagnagrunna og skjalasöfn á netinu til að afla upplýsinga um sögu fjölskyldu þinnar allt að 200 ár aftur í tímann. Berðu upplýsingarnar saman við lýsingar sagnfræðinga og annarra á lífskjörum og möguleikum almennings til að takast á við fátækt, barnadauða, vistarbönd, farsóttir og harðindi. Þínu fólki tókst það – annars værir þú ekki hér.

Á námskeiðinu er fjallað um hvernig tölvan er notuð við gagnaleitina og gefin eru hagnýt ráð til að bregðast við villum og veikleikum í gagnasöfnunum.

Sérfróður gestur á sviði ættfræði kemur í heimsókn á námskeiðið.

Þátttakendur fá æfingaverkefni og leiðbeiningar með sér heim.

Á námskeiðinu er fjallað um

• Aðferðir til að leita og greina þær upplýsingar sem fá má úr sístækkandi gagnasöfnum á netinu.
• Sögu og einkenni íslensks samfélags á 19. og 20. öld til að varpa ljósi á þær upplýsingar sem þátttakendur finna um ættingja sína.
• Aðferðir ættfræðinga og sagnfræðinga sem hafa lagt áherslu á fjölskyldusögu.

Ávinningur þinn

• Þú getur gert þér skýrari mynd en áður af sögu forfeðra þinna.
• Ný vitneskja eykur skilning þinn á því hvernig líf forfeðra þinna hafði áhrif á líf þitt og möguleika.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja fræðast um sögu forfeðra sinna með eigin grúski.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Stefán Halldórsson er félagsfræðingur og rekstrarhagfræðingur að mennt. Hann hefur m.a. starfað sem blaðamaður, kennari, á fjármálamarkaði og í seinni tíð einnig við ritstörf og bókaútgáfu. Hann hefur kennt á námskeiðum hjá ENDURMENNTUN HÍ sem og í innlendum og erlendum háskólum.

Ættfræðigrúsk

Verð
31500

<span class="fm-plan">L&aelig;r&eth;u a&eth; n&yacute;ta &thorn;&eacute;r gagnagrunna og skjalas&ouml;fn &aacute; netinu til a&eth; afla uppl&yacute;singa um s&ouml;gu fj&ouml;lskyldu &thorn;innar allt a&eth; 200 &aacute;r aftur &iacute; t&iacute;mann. Ber&eth;u uppl&yacute;singarnar saman vi&eth; l&yacute;singar sagnfr&aelig;&eth;inga og annarra &aacute; l&iacute;fskj&ouml;rum og m&ouml;guleikum almennings til a&eth; takast &aacute; vi&eth; f&aacute;t&aelig;kt, barnadau&eth;a, vistarb&ouml;nd, fars&oacute;ttir og har&eth;indi. &THORN;&iacute;nu f&oacute;lki t&oacute;kst &thorn;a&eth; &ndash; annars v&aelig;rir &thorn;&uacute; ekki h&eacute;r.</span>