Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Innri úttektir fyrir stofnanir og fyrirtæki

Verð 65.300 kr.
Aðeins 3 sæti laus

Mán. 12. og þri. 13. apríl kl. 12:30 - 16:30

8 klst.

Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri hjá Vottun hf. og Einar Ragnar Sigurðsson, öryggisstjóri Deloitte

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Markmiðið er að þátttakendur læri að undirbúa, skipuleggja og gera innri úttektir á stjórnunarkerfi fyrirtækis og meta virkni þess.

Á námskeiðinu er fjallað um

• Gerð innri úttekta á stjórnunarkerfum þar sem þátttakendur gera innri úttekt á tilbúnu fyrirtæki. Tekið er mið af nýrri útgáfu ISO 9001 staðalsins en námskeiðið gagnast jafnframt starfsmönnum fyrirtækja og stofnana sem eru með stjórnunarkerfi skv. öðrum stöðlum s.s. ISO 14000, ISO 27000, ISO 22000, OHSAS 18000 eða ISO 17000.
• Aðferðirnar eru kynntar með fyrirlestrum en jafnframt er lögð áhersla á verklegar æfingar.

Ávinningur þinn

• Að kunna skil á aðferðafræði innri úttekta, skipulagningu, úttektarferli og lokum úttektar.
• Að fá innsýn í þátt starfsfólks og stjórnenda í úttektum.

Fyrir hverja

Ætlað þeim sem annast innri úttektir á stjórnunarkerfum. Þátttakendur þurfa að hafa grunnþekkingu á gæðastjórnun og stjórnunarstöðlum s.s. ISO 9000, ISO 14000, ISO 22000, ISO 27001, OHSAS 18000 eða ISO 17000 (staðla um stjórnun gæða, umhverfismála, matvælaöryggis, upplýsingaöryggis, vinnuöryggis eða fyrir faggilda starfsemi).

Aðrar upplýsingar

Æskilegt er að þátttakendur hafi aðgang að þeim staðli sem verið er að vinna með á þeirra vinnustað.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri hjá Vottun hf. og Einar Ragnar Sigurðsson, öryggisstjóri Deloitte.

Innri úttektir fyrir stofnanir og fyrirtæki

Verð
65300

<span class="fm-plan">Markmi&eth;i&eth; er a&eth; &thorn;&aacute;tttakendur l&aelig;ri a&eth; undirb&uacute;a, skipuleggja og gera innri &uacute;ttektir &aacute; stj&oacute;rnunarkerfi fyrirt&aelig;kis og meta virkni &thorn;ess.</span>