Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Excel

- flóknari aðgerðir fyrir lengra komna
Verð 52.700 kr.

Fullbókað - Biðlisti í síma 525 4444

Fim. og þri. 8., 13. og 15. apríl kl. 8:30 - 12:30 (3x)

12 klst.

Rósa Guðjónsdóttir, iðnaðarverkfræðingur

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á námskeiðinu er farið ítarlega í innbyggð föll og veltitöflur (pivot), hvernig nota má Excel við framsetningu og úrvinnslu gagna og hagnýting myndrita er skoðuð í því samhengi.

Fjallað er um það hvernig búa má til kvik mælaborð (dýnamísk) og birta gögn byggt á vali. Áhersla verður lögð á vinnslu hagnýtra verkefna í gegnum allt námskeiðið og þátttakendur aðstoðaðir við að setja efni námskeiðsins í samhengi við sín daglegu störf.

Á námskeiðinu er fjallað um

Flóknari föll í Excel og hagnýtingu þeirra og samvirkni s.s.
• Dagsetninga og textavinnslu.
• Uppflettinga- og leitarföll og flóknari samsetningu þeirra.
• Skilyrt reikniföll, hliðranir og rökræn föll.

Veltitöflur (PivotTable)
• Uppsetning á gögnum fyrir veltitöflur.
• Virkni veltitaflna kosti og galla.
• Notkun sía (filter) og sneiðara (slicer) til að birta gögn.
• Hvernig vísa má í veltitöflur með formúlum.

Myndrit og uppsetningar mælaborða/skýrslna í Excel
• Blönduð myndrit.
• Tegundir myndrita og hagnýting þeirra.
• Birting gagna byggt á vali notanda.
• Skilyrt snið og útlit (e. Conditional formatting).

Ýmis atriði sem auka hagnýtingu Excel
• Flýtihnappar
• Nefndir reitir (named ranges)
• Læsingar
• Snið reita
• Útprentanir

Ávinningur þinn

• Aukin hæfni í notkun Excel.
• Notkun Excel til að auðvelda ákvarðanatöku.
• Aukin færni og hraði í greiningu gagna.
• Að tengja saman aðskilin gagnamengi og setja þau fram á skiljanlegan hátt.
• Færni í að nýta sjálfvirkni sem flýtir fyrir endurteknum verkefnum.
• Aukin þekking á flóknari aðgerðum í Excel.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa góðan grunn í Excel, s.s. góða þekkingu á helstu innbyggðu föllum. Námskeiðið hentar einnig þeim sem vilja auka hæfni sína í Excel og opna dyr að flóknari og öflugri hliðum þess.

Mælt er með að þeir sem hafa takmarkaða þekkingu á flóknari þáttum Excel sæki fyrst námskeiðið
Excel - grunnatriði og helstu aðgerðir.

Aðrar upplýsingar

Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með eigin fartölvu, með þráðlausu netkorti og Excel 2016, 2013 eða 2010, á námskeiðið.

Mælt er með að þeir sem hafa takmarkaða þekkingu á flóknari þáttum Excel sæki fyrst námskeiðið
Excel - grunnatriði og helstu aðgerðir.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Rósa Guðjónsdóttir er iðnaðarverkfræðingur og lauk námi í "Engineering Management" frá Tækniháskólanum í Danmörku og hefur starfað sem ráðgjafi hér heima og erlendis.

Excel

Verð
52700

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu er fari&eth; &iacute;tarlega &iacute; innbygg&eth; f&ouml;ll og veltit&ouml;flur (pivot), hvernig nota m&aacute; Excel vi&eth; framsetningu og &uacute;rvinnslu gagna og hagn&yacute;ting myndrita er sko&eth;u&eth; &iacute; &thorn;v&iacute; samhengi.</span>