Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Stað- og fjarnámskeið

Lög um opinber innkaup - samkeppni, gegnsæi og jafnræði

Úrræði vegna brota á lögum um opinber innkaup
Verð 65.300 kr.

Mán. 17. og mið. 19. maí kl. 13:00 - 17:00

8 klst.

Dagmar Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu og Hildur Georgsdóttir, lögfræðingur Framkvæmdasýslu ríkisins

Endurmenntun, Dunhaga 7. Námskeiðið fer einnig fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Á námskeiðinu verður skoðað hvaða hæfiskröfur má gera til fyrirtækja, hvað ber að hafa í tæknilýsingu og hvernig valforsendur eru leyfilegar þegar valið er á milli tilboða. Þá verða mismunandi innkaupaferlar kynntir og hvaða afleiðingar það getur haft fyrir opinberan aðila ef innkaup eru ekki í samræmi við lögin. Margar kærur hjá kærunefnd útboðsmála fjalla um valforsendur og hæfiskröfur og því er mikilvægt að læra um þessi grundvallaratriði laganna.

Lög um opinber innkaup nr. 120/2016 tóku gildi í lok október 2016 en þau innleiða tilskipun nr. 2014/24/EB um opinber innkaup. Nú þegar þrjú ár eru liðin frá gildistöku laganna er komin meiri reynsla á þau ákvæði sem fela í sér nýmæli. Farið verður yfir úrskurði kærunefndar útboðsmála og dóma sem varpa frekara ljósi á þau ákvæði.

Lög um opinber innkaup nr. 120/2016 gilda um kaup opinberra aðila á þjónustu, vörum og verkframkvæmdum. Þegar opinber innkaup ná tilteknum fjárhæðum ber opinberum aðilum að viðhafa gegnsætt ferli, gæta samkeppni og jafnræðis milli fyrirtækja.  Öll útboð yfir viðmiðunarmörkum innanlands skulu auglýst á slóðinni utbodsvefur.is og þegar viðmiðunarmörkum á Evrópska efnahagssvæðinu er náð, ber að auglýsa innkaupin í rafrænum viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins https://ted.europa.eu).

Á námskeiðinu er fjallað um

• Helstu meginreglur laga um opinber innkaup.
• Leyfilega innkaupaferla – opið eða lokað útboð, samkeppnisviðræður, samkeppnisútboð, nýsköpunarsamstarf, samningskaup, og hönnunarsamkeppni.
• Sérreglur um innkaup á sértækri þjónustu þ.e. heilbrigðis-, félags- mennta-, mötuneytisþjónustu og fl. sem áður var ekki útboðsskyld (létta leiðin skv. VIII. kafla OIL).
• Lögmætar ástæður til útilokunar bjóðanda og kröfur um tæknilega og fjárhagslega getu.
• Hæfisyfirlýsingu bjóðanda auk krafna um sönnunargögn er varða hæfi.
• Heimildir bjóðenda til að byggja á hæfi annarra fyrirtækja.
• Leyfilegar valforsendur, t.a.m. vistferilskostnaður (líftímakostnaður) og heimildir laganna til að velja út frá skipulagningu, menntun, hæfi og reynslu starfsfólks sem framkvæma á samning.
• Sjálfbærni í opinberum innkaupum – þ.e. umhverfisverndar og félagsleg sjónarmið sem kaupendum ber að hafa í huga við framsetningu hæfiskrafna og valforsendna í opinberum innkaupum.
• Réttarúrræði vegna brota á lögum um opinber innkaup.
• Úrskurðir kærunefndar útboðsmála er tengjast umfjöllunarefninu.
• Þjónustu Ríkiskaupa sem ríkisaðilum ber að nýta sér og aðrir opinberir aðilar eins og sveitarfélög hafa aðgang að með aðild að rammasamningum og aðstoð við framkvæmd útboða.

Ávinningur þinn

• Þekking og beiting meginreglna laga um opinber innkaup.
• Þekking á helstu innkaupaferlum laganna.
• Þekking á hæfiskröfum núgildandi laga um opinber innkaup og breytingum á framsetningu þeirra t.a.m. með hæfisyfirlýsingu bjóðanda og hvaða sönnunargagna er krafist til að sýna fram á hæfi.
• Þekking á valforsendum í opinberum innkaupum og innsýn í nýjar áherslur sem opinberum aðilum ber að hafa í huga við framsetningu valforsendna.
• Þekking á úrskurðum kærunefndar útboðsmála sem tengjast efni námskeiðsins og réttarúrræðum vegna brota á lögum um opinber innkaup.
• Fyrir bæði opinbera aðila og fyrirtæki/bjóðendur er ávinningurinn helst sá að átta sig á hvaða kröfur eru leyfilegar og hvernig mat á þeim fer fram.

Fyrir hverja

Námskeiðið gagnast lögfræðingum og öðrum sérfræðingum hjá opinberum aðilum, bæði ríki og sveitarfélögum, sem koma að opinberum innkaupum. Þá er það einnig gagnlegt fyrir lögfræðinga sem koma að kæru- eða dómsmálum á sviði opinberra innkaupa fyrir kærunefnd útboðsmála eða fyrir dómstólum. Þá gagnast námskeiðið starfsmönnum fyrirtækja sem eru bjóðendur í opinberum útboðum, svo sem verkfræðingum og öðrum sérfræðingum.

Nánar um kennara

Dagmar Sigurðardóttir starfar sem lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu en mun ganga til liðs við lögmannsstofuna Lagastoð í ágúst. Hún var sviðsstjóri lögfræðisviðs hjá Ríkiskaupum 2013-2020. Áður var hún lögmaður Landhelgisgæslunnar um 12 ára skeið. Dagmar hefur tekið þátt í erlendu samstarfi um opinber innkaup, setið í starfshópi á vegum fjármálaráðuneytis sem vann að frumvarpi núgildandi laga um opinber innkaup og hefur haldið erindi, námskeið og fræðslufundi um opinber innkaup bæði erlendis og hérlendis t.a.m. hjá Endurmenntun, Stofnun stjórnsýslufræða, Lögmannafélagi Íslands og á vegum Ríkiskaupa. Dagmar lauk cand juris prófi frá HÍ 1994 og meistaranámi í sjávarútvegsfræðum frá lagadeild HÍ 2005. Hún hlaut lögmannsréttindi árið 2000.

Hildur Georgsdóttir er lögfræðingur Framkvæmdasýslu ríkisins. Hún starfaði hjá Ríkiskaupum á árunum 2012-2020. Þar áður var hún löglærður fulltrúi hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Hildur hefur tekið þátt í erlendu samstarfi um opinber innkaup, komið að gerð frumvarps til laga um opinber innkaup, sótt fjöldamörg námskeið erlendis um opinber innkaup og hefur haldið námskeið og fræðslufundi um opinber innkaup hér á landi. Hildur lauk meistaraprófi í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík í janúar 2011. Hún hlaut lögmannsréttindi árið 2015.

Lög um opinber innkaup - samkeppni, gegnsæi og jafnræði

Verð
65300

<span style="font-size: 12px;color: #000000;" >&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur sko&eth;a&eth; hva&eth;a h&aelig;fiskr&ouml;fur m&aacute; gera til fyrirt&aelig;kja, hva&eth; ber a&eth; hafa &iacute; t&aelig;knil&yacute;singu og hvernig valforsendur eru leyfilegar &thorn;egar vali&eth; er &aacute; milli tilbo&eth;a. &THORN;&aacute; ver&eth;a mismunandi innkaupaferlar kynntir og hva&eth;a aflei&eth;ingar &thorn;a&eth; getur haft fyrir opinberan a&eth;ila ef innkaup eru ekki &iacute; samr&aelig;mi vi&eth; l&ouml;gin. Margar k&aelig;rur hj&aacute; k&aelig;runefnd &uacute;tbo&eth;sm&aacute;la fjalla um valforsendur og h&aelig;fiskr&ouml;fur og &thorn;v&iacute; er mikilv&aelig;gt a&eth; l&aelig;ra um &thorn;essi grundvallaratri&eth;i laganna.</span>