Staðnámskeið

Skapandi skrif

- fyrstu skrefin
Verð 54.900 kr.
Í gangi

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Mán. 8. apríl - 13. maí kl. 19:30 - 21:30 (5x). Ekki kennt 6. maí.

10 klst.

Árni Árnason, rithöfundur

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Langar þig að finna frelsið sem felst í því að skapa texta sem er fullkomið hugarfóstur þitt? Texta þar sem hugmyndir flæða og þenja út veruleikann sem þú hélst að þú lifðir í eða mála hann nýjum og spennandi litum. Texta sem verður til þegar þú kemst yfir hjallinn sem áður hélt aftur af sköpunargleðinni?

Hagnýtt, lifandi og skemmtilegt námskeið þar sem fjallað verður um helstu áskoranirnar sem fólk stendur frammi fyrir þegar lagt er upp í það ferðalag að búa til skapandi texta. Nemendur munu fá í hendur þekkingu og tól sem nýtast munu þeim við skapandi skrif í framtíðinni og auka þannig líkurnar á því að þeir komist á leiðarenda í eigin skrifum. Námskeiðið er að miklu leyti kennt í smiðjuformi, sem þýðir að nemendur munu spreyta sig á fjölbreyttum textaæfingum sem tengjast umfjöllunarefni hvers tíma. Þannig hvetjum við hvert annað til dáða og öðlumst praktíska reynslu af því að vinna með hluti eins og mismunandi frásagnaraðferðir, ólík stílbrögð og uppbyggingu texta.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hvernig eigi að bera sig að við fyrstu skrefin í skapandi skrifum, rúlla boltanum af stað.
Uppbyggingu skáldverka, framvindu og spennu.
Ólíkar frásagnaraðferðir og stílbrögð.
Persónusköpun og mismunandi hlutverk persóna í bókmenntum.

Ávinningur þinn

Að þekkja og æfa leiðir til að hefja ferlið við skapandi skrif.
Að þróa hæfileikann til að koma frá sér skapandi texta.
Að þekkja mismunandi leiðir til að koma skapandi texta til skila.
Að finna ávinninginn af því að deila eigin hugmyndum og skyggnast inn í hugarheim annarra.

Fyrir hverja

Öll þau sem hafa áhuga á skapandi skrifum. Þau sem velt hafa því fyrir sér að setjast við skriftir en ekki talið sig hafa verkfærin til að hefjast handa, þau sem eru vön annarskonar skrifum og vilja breiða út faðminn í átt að meiri sköpun og líka hin sem hafa reynt sig aðeins við skapandi skrif en langar að taka þau á næsta stig.

Nánar um kennara

Árni Árnason er rithöfundur með MA-próf í ritlist frá Háskóla Íslands. Árni hefur á síðustu árum gefið út þrjár skáldsögur, bæði fyrir börn og fullorðna, og birt smásögur í nokkrum safnritum. Hann hefur jafnframt skrifað handrit að einni sjónvarpsþáttaseríu fyrir RÚV og séð um þáttaraðir fyrir útvarp. Árni hefur að auki víðtæka kennslureynslu af háskólastigi.

Aðrar upplýsingar

Best er að vera með fartölvu til að vinna á í tímum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Skapandi skrif

Verð
54900

<span class="fm-plan">Langar &thorn;ig a&eth; finna frelsi&eth; sem felst &iacute; &thorn;v&iacute; a&eth; skapa texta sem er fullkomi&eth; hugarf&oacute;stur &thorn;itt? Texta &thorn;ar sem hugmyndir fl&aelig;&eth;a og &thorn;enja &uacute;t veruleikann sem &thorn;&uacute; h&eacute;lst a&eth; &thorn;&uacute; lif&eth;ir &iacute; e&eth;a m&aacute;la hann n&yacute;jum og spennandi litum. Texta sem ver&eth;ur til &thorn;egar &thorn;&uacute; kemst yfir hjallinn sem &aacute;&eth;ur h&eacute;lt aftur af sk&ouml;punargle&eth;inni?</span>