Árangursrík framsögn og tjáning

Verð snemmskráning 30.900 kr Almennt verð 34.000 kr

Árangursrík framsögn og tjáning

Verð snemmskráning 30.900 kr Almennt verð 34.000 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 5. mars
Mán. 15. og mið. 17. mars kl. 16:15 - 19:15
Þórey Sigþórsdóttir er leikkona og raddkennari frá NGT the Voice Studio International
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Á þessu námskeiði verður byggð upp tækni til að ná frekari árangri í því að halda fyrirlestur og tala fyrir framan hóp. Í gegnum markvissar æfingar öðlast þátttakendur meira öryggi í framkomu og geta byggt upp persónulegan frásagnarstíl eftir sínum þörfum.

Farið verður bæði í framsetningu, miðlun og uppbyggingu efnis í fyrirlestri ásamt því að skoða hvernig hægt er að ná valdi á því að nýta sér glærur og önnur hjálpartæki á áhrifaríkan hátt.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Markvissan ræðuflutning.
• Öndun og beitingu raddarinnar.
• Líkamsstöðu.
• Uppbyggingu og flæði í frásögn.
• Glærunotkun með framsögn.

Ávinningur þinn:

• Aukið sjálfstraust í fyrirlestrum.
• Áheyrilegri rödd.
• Tækni til að grípa til þegar frammistöðukvíði krælir á sér.
• Skilningur á því atvinnutæki sem röddin er og færni til að nýta hana betur.

Fyrir hverja:

Fyrir alla þá sem þurfa að standa fyrir máli sínu vegna atvinnu sinnar, halda fyrirlestra og/eða kynningar.

Kennsla:

Þórey Sigþórsdóttir er leikkona og raddkennari frá NGT the Voice Studio International. Hún hefur meðfram leiklistinni kennt raddþjálfun um árabil við Listaháskóla Íslands, Leiðsöguskóla Íslands, Háskóla Íslands og á sérsniðnum námskeiðum.

Aðrar upplýsingar:

Námskeiðið byggir á verklegum æfingum, samtali og raunverulegum verkefnum sem þátttakendur eru að fást við í sinni atvinnugrein.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,83)

Umsagnir

Námskeiðið stóðst væntingar og Þórey gaf svo mikið í þetta og af sér.
Mjög vandað allt, fær og góður kennari.
Gott flæði og hress og skemmtilegur kennari.
Frábært að fá tækifæri til að koma fram og tala fyrir framan hópinn.
Kennari tók vel eftir og gaf sig að hverjum og einum. Gott að endurflytja fyrirlestur og fá að vinna úr því sem betur mátti fara til að ná framþróun.
Mjög góð og uppbyggileg gagnrýni. Góðar æfingar
0