Námskeið og próf vegna leyfis til að gera eignaskiptayfirlýsingar

Verð 245.000 kr

Námskeið og próf vegna leyfis til að gera eignaskiptayfirlýsingar

Verð 245.000 kr
Prenta
FULLBÓKAÐ. Biðlisti í síma 525 4444.
Kennsla: Mið. 17., fim. 18., fös. 19., mán. 22., þri. 23. og mið. 24. okt. kl. 09:00 - 17:00 (6x).
Próf: Mán. 29. okt. kl. 13:00 - 18:00 og þri. 30. okt. kl. 13:00 - 16:00.
Fyrirvari er gerður um næga þátttöku.
Ásta Guðrún Beck, Ásta Sólveig Andrésdóttir, Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, Guðmundur G. Þórarinsson, Guðjón Steinsson og Magnús Sædal
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Í samstarfi við Velferðarráðuneytið

Samkvæmt lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús mega þeir einir taka að sér að gera eignaskiptayfirlýsingar sem fengið hafa til þess sérstakt leyfi velferðarráðherra.

Prófnefnd eignaskiptayfirlýsinga sér um að halda námskeið og próf í gerð eignaskiptayfirlýsinga í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Námskeið og próf er haldið samkvæmt lögum nr. 26/1994 og reglugerð nr. 233/1996 um leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingar.

Námskeiðið er samtals 42 kennslustundir og er m.a. farið yfir lög um fjöleignarhús, reglur um skráningu mannvirkja og útreikning hlutfallstalna.

Nánari upplýsingar í stundaskrá (pdf).

Ekki eru gerðar sérstakar forkröfur (t.d. um menntun) til þátttakenda á námskeiðinu.

Próf: Mán. 29. okt. kl. 13:00 - 18:00 og þri. 30. okt. 13:00 - 16:00.

Próftaki verður að ná lágmarkseinkunn 5 í hverjum hluta fyrir sig en þó samtals 7 í meðaleinkunn úr öllum hlutunum fjórum.

Fyrirvari er gerður um næga þátttöku.

Nauðsynlegt er að nemendur mæti með eigin fartölvu.

0