)
UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ
Textílar hafa fylgt mannkyninu frá upphafi. Á námskeiðinu verður farið yfir þróun textílhandverks og sögu á heimsvísu. Þá verður sjónum beint að íslenskum textíl í gegnum aldirnar, áhrifavöldum og stefnum.
Á námskeiðinu verður gefin innsýn í sögulega þróun textíla. Byrjað verður á elstu varðveittu textílum sem fundist hafa. Kynntir verða textílar frá ýmsum heimsálfum, þjóðum, þjóðarbrotum og ættbálkum, þeir skoðaðir og greindir út frá efnum og aðferðum. Áhersla er lögð á sögulegt samhengi verslunar og flutninga á láði og legi og tengsl við aðra þætti mannkynssögunnar.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Textíl, hvað er hann og hvaðan kemur hann.
• Forna jarðfundna textíla.
• Íslenska textílsögu og tengsl við söguna.
• Áhrifavalda og samhengi hlutanna, verslun og viðskipti.
• Miðaldir og gildin.
• Textíl í Evrópu, Afríku og Ameríku.
Fyrir hverja:
Námskeiðið er ætlað öllum sem áhuga hafa á sögu textíls og hvernig hún tengist svæðum, sögu og tímabilum.
Kennsla:
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir er stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur, textílkona og textílforvörður. Hún er fyrrum safnstjóri byggðasafnsins Hvols á Dalvík.
Aðrar upplýsingar:
Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.
Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
Mat þátttakenda
Umsagnir
Mjög áhugavert að skoða söguna í ljósi textílsins. Efnið sett vel fram.
Afskaplega áhugavert.
Skemmtilegt málefni.
Frábært námskeið!