Virðisaukaskattur frá A til Ö

Verð snemmskráning 26.900 kr Almennt verð 29.600 kr

Virðisaukaskattur frá A til Ö

Verð snemmskráning 26.900 kr Almennt verð 29.600 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 18. október
Mið. 28. okt. kl. 15:00 - 19:00
Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður hjá Skattvís og aðjúnkt í skattarétti við Viðskiptafræðideild HÍ
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Á yfirborðinu virðist einfalt að gera upp virðisaukaskatt af sölu. Það eina sem þarf að gera er að draga innskatt frá útskatti og skila mismuninum til ríkissjóðs. Þegar nánar er að gáð leynast þó hættur víða og er því gott að rifja upp regluverkið endrum og sinnum. Tilgangur þessa námskeiðs er einmitt að gera það; rifja upp hið gamla og gera grein fyrir nýlegum breytingum á virðisaukaskattskerfinu.

Á námskeiðinu verður fjallað um hvað virðisaukaskattur er, hverjir séu virðisaukaskattsskyldir, hvaða kröfum þeir þurfa að fullnægja til að geta greitt virðisaukaskatt sinn. Einnig verður rætt um aðila sem undanþegnir eru virðisaukaskatti. Þá verður fjallað um hvaða sala sé undanþegin skattskyldri veltu og virðisaukaskatt við innflutning og útflutning. Virðisaukaskattshlutföll greiðslu virðisaukaskatts verða tekin fyrir þar með talin áhrif af vangreiðslu hans, leiðréttingar o.fl.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Hvað er virðisaukaskattur?
• Virðisaukaskattsskyldir aðilar.
• Skráning á virðisaukaskattsskrá.
• Aðilar undanþegnir virðisaukaskatti.
• Nýlegar breytingar á virðisaukaskatti.
• Skattskyld velta, uppgjör.
• Útskattur og innskattur.
• Skatthlutföll.
• Innheimta og skil.
• Áhrif vangreiðslu á virðisaukaskatti.

Ávinningur þinn:

• Öðlast innsýn í virðisaukaskattskerfið.
• Færð upplýsingar um stöðu mála í dag.
• Vitneskja um virðisaukaskattsskylda aðila, hverjir eru virðisaukaskattsskyldir og hverjir eru undanþegnir virðisaukaskattsskyldu.
• Hvernig gera beri upp og skila virðisaukaskatti til ríkissjóðs.
• Áhrif vanskila á virðisaukaskatti.

Fyrir hverja:

Endurskoðendur, viðurkennda bókara, sjálfstætt starfandi bókhaldsfólk, fjármálastjóra, fólk sem vinnur í uppgjöri innan fyrirtækja.

Kennsla:

Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður hjá SkattVís slf.,skattaráðgjöf og fræðslu og aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ásmundur lauk embættisprófi í lögfræði árið 1981, var við framhaldsnám í lögfræði í Árósum í Danmörku1989/90 og í Lundi í Svíþjóð 1991/93, meðal annars í einstaklingsskattarétti, fyrirtækjaskattarétti og alþjóðlegum skattarétti.

Aðrar upplýsingar:

FLE einingar: 3 Skatta- og félagaréttur
FVB punktar: 7,5

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,42)

Umsagnir

Flott yfirferð og upplýsandi námsefni.
Góð yfirferð, mjög mikið efni og tilvísanir, vel útskýrt.
Hæfilegur hraði og yfirferð.
Mjög gott námskeið.
0