Gerð rekstrarreiknings og framtals til skatts

Verð snemmskráning 23.600 kr Almennt verð 26.000 kr

Gerð rekstrarreiknings og framtals til skatts

Verð snemmskráning 23.600 kr Almennt verð 26.000 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 14. nóvember
Þri. 24. nóv. kl. 13:00 - 16:00
Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður hjá Skattvís og aðjúnkt í skattarétti við Viðskiptafræðideild HÍ
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Atvinnurekendur og sjálfstætt starfandi einstaklingar þurfa að gera rekstrarreikning vegna starfsemi sem hefur að geyma upplýsingar um tekjur og gjöld. Tekjufærslan veldur sjaldan vafa en gjöldin eru meira vandamál.

Á námskeiðinu verður kennt með raunhæfum verkefnum að setja upp rekstrarreikning á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um tekjur og gjöld svo og að fylla út skattframtal á grundvelli rekstrarreikningsins.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Rekstur á eigin kennitölu. Smáfyrirtæki með veltu allt að 10-15 milllj.• Veltulágmarkið í virðisaukaskatti. Afmörkun á einstaklingstekjum og atvinnurekstrartekjum.
• Frádráttarbæran rekstrarkostnað. Hvað ekki má draga frá tekjum. Skilgreining á einka- og eignakostnaði.
• Gerð rekstrarreiknings.
• Framtal til skatts (Eyðublað 4.11).

Ávinningur þinn:

• Aukin þekking á tekjum og gjöldum.
• Aukinn skilningur á gerð rekstrarreiknings.

Fyrir hverja:

Atvinnurekendur smærri fyrirtækja og sjálfstætt starfandi aðila.

Kennsla:

Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður hjá SkattVís slf.,skattaráðgjöf og fræðslu og aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ásmundur lauk embættisprófi í lögfræði árið 1981, var við framhaldsnám í lögfræði í Árósum í Danmörku1989/90 og í Lundi í Svíþjóð 1991/93, meðal annars í einstaklingsskattarétti, fyrirtækjaskattarétti og alþjóðlegum skattarétti.

Aðrar upplýsingar:

FLE einingar: 3 Skatta- og félagaréttur
FVB punktar: 4,5

Gert er ráð fyrir að hlutaðeigandi atvinnurekandi sé bókhaldsskyldur. Hins vegar þurfi hann ekki að færa tvíhlíða bókhald. Skráning eigna og skulda, tekna og gjalda þarf því ekki að vera svo yfirgripsmikil.

Ekki er gerð krafa um að þátttakendur hafi meðferðis fartölvu en þó getur verið gott að hafa hana innan handar.

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,40)

Umsagnir

Kennari gaf sér góðan tíma í útskýringar og var þolinmóður.
Uppbygging kennari á námskeiðinu gerði námsefnið mjög skiljanlegt.
Farið yfir þau atriði sem ég gerði væntingar til og fékk svör við spurningum.
0