)
UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ
Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði fjármála út frá hagnýtu sjónarhorni. Námskeiðið er sérstaklega ætlað stjórnendum sem hafa ekki menntun á sviði viðskiptafræði og vilja ná betri tökum á helstu hugtökum og aðferðafræði reksturs og fjármála.
Farið verður yfir einstaka þætti í ársreikningum fyrirtækja, þ.e. efnahagsreikning, rekstrarreikning og yfirlit eiginfjár og sjóðstreymis fyrirtækja ásamt helstu kennitölur.
Gefið verður stutt yfirlit yfir einstaka þætti í samspili fjármögnunar og fjármálamarkaða og rætt verður um samband áhættu og ávöxtunar. Einnig verður fjallað um verðmat fyrirtækja og hvernig hægt er að meta fjárfestingarkosti innan þeirra. Loks verður farið í grunnatriði í rekstrarhagfræði, s.s. samband á milli framboðs og eftirspurnar og áhrif verðbreytinga á ólíkar vörur og markaði.
Engin stærðfræðikunnátta er nauðsynleg því efnið verður ekki kynnt með þeim hætti.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Samspil fjármögnunar fyrirtækja og fjármálamarkaða.
• Samband áhættu og ávöxtunar.
• Helstu aðferðir sem notaðar eru við verðmat.
• Uppbyggingu á fjármagnsskipan fyrirtækja.
• Helstu atriði ársreikninga og mikilvægar kennitölur til að greina þá.
Ávinningur þinn:
• Aukinn skilningur á fjármálatengdum hugtökum.
• Lærir hvernig hægt er að meta ólíka fjárfestingarkosti.
• Þekking á fjármagnsskipan fyrirtækja.
• Lærir að lesa og greina ársreikninga fyrirtækja.
• Skilningur á helstu kennitölum ársreikninga.
Fyrir hverja:
Ætlað öllum sem vilja ná betri tökum á helstu hugtökum og aðferðafræði reksturs en hafa ekki menntun á sviði viðskiptafræði og fjármála.
Kennsla:
Haukur Skúlason er með B.A., B.Sc. og MBA gráður. Hann hefur starfað sem verkefnastjóri framtaksfjárfestinga hjá Íslandssjóðum, dótturfyrirtæki Íslandsbanka og sérhæft sig í fjárfestingum í fasteignafélögum og frumkvöðlafyrirtækjum.
Í dag er hann framkvæmdastjóri Indó.
Aðrar upplýsingar:
Námskeiðið ef afar hagnýtt og byggist á fyrirlestrum og útreikningum.
Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.
Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
Mat þátttakenda
Umsagnir
Yfirgripsmikið og fræðandi.
Flott yfirferð sem sett var fram á lifandi hátt.
Útskýringar góðar.
Frásögn kennara skemmtileg.