Verktaki eða launþegi

Verð snemmskráning 23.600 kr Almennt verð 26.000 kr

Verktaki eða launþegi

Verð snemmskráning 23.600 kr Almennt verð 26.000 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 5. febrúar
Mán. 15. feb. kl. 13:00 - 16:00
Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður hjá Skattvís og aðjúnkt í skattarétti við Viðskiptafræðideild HÍ
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Á námskeiðinu verður fjallað um muninn á verktaka- og launþegasambandi einkum og sér í lagi hvort menn hafi frjálst val um það hvernig þeir gera sig út svo og hvaða afleiðingar það hefur fyrir þá persónulega og fyrirtækið sem þeir vinna hjá ef skattyfirvöld endurskilgreina stöðu þeirra sem verktaka eða launþega.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Eðli verktöku og muninn á milli hennar og venjulegs launþegasambands við skattlagningu.
• Hvers vegna er nauðsynlegt að þekkja muninn á atvinnurekanda og launþega.
• Atvinnurekanda: hugtak og skilgreiningu.
• Hvað skápalán er og hvernig það getur aðstoðað við að afmarka atvinnurekstur.
• Raunhæf dæmi um afmörkun atvinnurekstrar gagnvart launþegasambandi.
• Raunhæf dæmi um afmörkun atvinnurekstrar gagnvart tómstundastarfsemi.
• Skattalegar afleiðingar af rangri tilgreiningu starfa.

Ávinningur þinn:

• Öðlast skilning á verktöku og venjulegu launþega- sambandi.
• Vita hvað skuli varast varðandi verktöku.
• Læra að reikna út áhættu við ranga tilgreiningu starfa.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað verktökum og launþegum ásamt endurskoðendum, bókurum og fjármálastjórum stærri fyrirtækja.

Kennsla:

Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður hjá SkattVís slf.,skattaráðgjöf og fræðslu og aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ásmundur lauk embættisprófi í lögfræði árið 1981, var við framhaldsnám í lögfræði í Árósum í Danmörku1989/90 og í Lundi í Svíþjóð 1991/93, meðal annars í einstaklingsskattarétti, fyrirtækjaskattarétti og alþjóðlegum skattarétti.

Aðrar upplýsingar:

FLE einingar: 3 Skatta- og félagaréttur.
FVB einingar: 4,5

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,60)

Umsagnir

Flott yfirferð og góð gögn.
Góðar upplýsingar um vsk/skattaskil og frádrátt. Góð upprifjun á muninum á launþega og verktaka.
Gott flæði og upplýsingar um efnið.
Góð þekking kennara.
Margir nytlegir punktar sem ég get nýtt mér sem atvinnurekandi.
0