Úthlutun arðs hjá hluta- og einkahlutafélögum

Verð snemmskráning 22.500 kr Almennt verð 24.800 kr

Úthlutun arðs hjá hluta- og einkahlutafélögum

Verð snemmskráning 22.500 kr Almennt verð 24.800 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 19. mars
Mán. 29. mars kl. 16:15 - 19:15
Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður hjá Skattvís og aðjúnkt í skattarétti við Viðskiptafræðideild HÍ
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Á þessu námskeiði verður gerð grein fyrir höfuðeinkennum hlutafélaga og einkahlutafélaga. Samkvæmt hinni takmörkuðu ábyrgð ábyrgjast hluthafar skuldbindingar félagsins einungis með hlutafé sínu. Vegna þessa er afar þýðingarmikið að binda heimildir hluthafa til að ganga í sjóði félagsins takmörkum. Annars skapast hætta á að viðskiptamenn félagsins verði fyrir tjóni. Út á það ganga meðal annars ákvæði hlutafélagalaga um lækkun hlutafjár og úthlutun arðs.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Meginreglur hlutafélagalaga um úthlutun arðs.
• Afleiðingarnar af úthlutun arðs bæði félagaréttarlega og skattalega ef hluthafar úthluta sér meiri arði en heimilt er samkvæmt hlutafélagalögum.
• Yfirferð dóma sem gengið hafa um úthlutun arðs undanfarin ár.

Ávinningur þinn:

• Innsýn í lagareglur um úthlutun arðs.
• Þekking sem auðveldar þér að meta áhættu þína og kostnað vegna óheimillrar úthlutunar arðs.
• Þekking á því hver tekur ákvörðun um úthlutun arðs, hversu miklum fjármunum má úthluta, af hvaða verðmætum þessir fjármunir eru greiddir og hvenær innan ársins greiðsla getur í fyrsta lagi farið fram.

Fyrir hverja:

Námskeið þetta er ætlað öllum þeim sem sýsla með bókhald og reikningsskil, einkum og sér í lagi löggiltum endurskoðendum, viðurkenndum bókurum og félagsmönnum í félagi bókhaldsstofa, fjármálastjórum, framkvæmdastjórum og eigendum fyrirtækja.

Kennsla:

Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður hjá SkattVís slf.,skattaráðgjöf og fræðslu og aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ásmundur lauk embættisprófi í lögfræði árið 1981, var við framhaldsnám í lögfræði í Árósum í Danmörku1989/90 og í Lundi í Svíþjóð 1991/93, meðal annars í einstaklingsskattarétti, fyrirtækjaskattarétti og alþjóðlegum skattarétti.

Aðrar upplýsingar:

FLE einingar: 3 Skatta- og félagaréttur
FVB einingar: 4,5

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,35)

Umsagnir

Vel afmarkað efni.
Góð þekking fyrirlesara á efninu.
Alveg súper.
0