Peningaþvætti og skyldur samkvæmt peningaþvættislöggjöf

Verð 26.000 kr

Peningaþvætti og skyldur samkvæmt peningaþvættislöggjöf

Verð 26.000 kr
Prenta
Nýtt
Fim. 4. mars kl. 9:00 - 12:00
Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur og Eiríkur Ragnarsson, lögfræðingur og lögreglumaður
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Ber þitt fyrirtæki tilkynningaskyldu samkvæmt peningaþvættislöggjöf? Þá er þetta námskeið fyrir þig.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu skyldur tilkynningarskyldra aðila samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018, auk reglugerða sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Aukinheldur verður farið yfir helstu váþætti sem tilkynningarskyldir aðilar ættu að þekkja gagngert til þess að verða meðvitaðri um þær hættur sem felast í því þegar starfsemi þeirra kann að verða misnotuð með tilliti til peningaþvættis.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Áhættumat RLS og tilkynningarskyldra aðila.
• Áreiðanleikakönnun.
• Eftirlitsaðila.
• Tilkynningar- og rannsóknarskyldu.
• Hættumerki og váþætti.

Ávinningur þinn:

• Kunna skil á gangverki FATF.
• Kunna skil á skyldum tilkynningarskyldra aðila.
• Kunna skil á þeim hættumerkjum sem kunna að koma upp í rekstri.
• Kunna skil á því regluverki sem er til staðar hér á landi.

Fyrir hverja:

Námskeið þetta er ætlað fyrir tilkynningarskylda aðila sem eru undir eftirliti Skattsins, þ.e. þeir aðilar sem falla undir l til S lið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 140/2018.

Kennsla:

Birkir Guðlaugsson er lögfræðingur sem hefur alla tíð sinnt störfum sem krefjast alþjóðlegrar samvinnu og hefur hann auk þess töluverða reynslu af alþjóðlegri samningagerð. Birkir er í dag teymisstjóri yfir peningaþvættiseftirliti Skattsins sem hefur eftirlit m.a. með lögmönnum, endurskoðendum, bókurum, fasteignasölum og fleirum. Þá hefur hann lokið vottunarprófi hjá FATF og er fullgildur úttetaraðili til úttekta annarra landa í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Eiríkur er lögfræðingur og viðskiptafræðingur að mennt. Hann hefur starfað sem lögmaður, teymisstjóri peningaþvættiseftirlits RSK og í löggæslu í um tvo áratugi. Í dag starfar hann hjá skrifstofu fjármálagreininga lögreglu sem sér m.a. um greiningar á peningaþvættistilkynningum. Aukinheldur starfar hann sem úttektaraðili FATF á vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í Lúxemborg, 2020-2021.

Aðrar upplýsingar:

Gott væri ef þátttakandi kynnti sé efni laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

0