Viskí - lífsins vatn

Verð 16.100 kr

Viskí - lífsins vatn

Verð 16.100 kr
Prenta
Mán. 27. jan. kl. 19:30 - 22:30
Jakob Jónsson, sérfræðingur um viskí
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Viskí þótti löngum vera eldri - eða heldrimannadrykkur en tímarnir breytast og drykkjusiðir með og nú er viskí farið að höfða í auknum mæli til fleiri en áður.

Það er gósentíð í viskíheiminum um þessar mundir og vinsældir þessa þjóðardrykkjar Skota eru að aukast gríðarlega um allan heim. Segja má að drykkurinn sé að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga eftir mögur ár og er nú farinn að höfða til breiðari hóps af báðum kynjum og á öllum (löglegum) aldri.

Á námskeiðinu verður rýnt í sögu drykkjarins, hvernig hann varð til, mismun eftir tegundum og svæðum sem og muninn á blönduðum viskíum og einmöltungum. Við lítum á tunnurnar og hvaða hlutverki þær gegna. Ræðum hvernig viskíið breytist við þroskun og síðast en ekki síst verður dreypt á þessum guðaveigum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Uppruna viskís og sögu.
• Framleiðsluferlið og hvað þarf til að búa til drykk sem má lagalega kalla viskí.
• Mismunandi tegundir og gerðir viskís.

Ávinningur þinn:

• Fræðast um viskí, þennan margslungnasta áfenga drykk veraldar með áherslu á skosk viskí.

Fyrir hverja:

Fyrir alla þá sem hafa áhuga á viskíi, jafnt byrjendur sem lengra komna og sannarlega eru 20 ára eða eldri.

Kennsla:

Jakob Jónsson hefur starfað um árabil sem verslunarstjóri í Lundúnaútibúi einnar virtustu viskíverslunar Bretlandseyja og þar með heimsins. Hann lifir og hrærist í viskíbransanum og heldur úti veftímaritinu viskihornid.com.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,44)

Umsagnir

Jakob hefur gríðarlega þekkingu á sviðinu og var geggjað að hlusta á hann.
Fróðlegt, skemmtilegt, smökkun, allt viskíið!
Vel uppsett og mikill fróðleikur.
Frábær kennari með mikla þekkingu og skemmtilegan auka fróðleik og innherjaupplýsingar.
0