Litatúban og ljósmyndin: straumar og stefnur í nútíma myndlist

Verð snemmskráning 24.800 kr Almennt verð 27.300 kr

Litatúban og ljósmyndin: straumar og stefnur í nútíma myndlist

Verð snemmskráning 24.800 kr Almennt verð 27.300 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 28. febrúar
Mið. 10. og 17. og 24. mars kl. 20:00 - 22:00 (3x)
Einar Garibaldi Eiríksson er myndlistarmaður og deildarstjóri Sjónlistadeildar Myndlistaskólans í Reykjavík
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Á námskeiðinu verður fjallað um helstu strauma og stefnur í alþjóðlegri myndlist á tímabilinu frá því um miðbik nítjándu aldar til loka þeirrar tuttugustu. Leitast verður við að varpa ljósi á myndlist tímabilsins með því að skoða og greina fjölda ólíkra listaverka, um leið og hugað verður að þeim menningar-, heimspekilegu- og sögulegu forsendum er lágu þeim til grundvallar. Rýnt verður í nokkur lykilverk nútímalistarinnar; allt frá verkum raunsæismanna og impressionista á nítjándu öld, í gegnum framúrstefnur í upphafi þeirrar tuttugustu, allt til popplistar, minimalisma og hugmyndalistar sjötta og sjöunda áratugarins.

Kynntar verða jafnt hefðbundnar sem nýjar leiðir til skilnings á list módernismans, ásamt því að reifa nokkrar af þeim megin hugmyndum og kenningum sem markað hafa umræðuna um myndlist á tuttugustu öld. Sérstaklega verður staldrað við verk þeirra listamanna er umbreyttu viðteknum listhugmyndum tímabilsins með nýstárlegri hugsun sinni og nálgun í listsköpun og vörðuðu þannig leiðina til þeirrar myndlistar er við þekkjum í okkar samtíma.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á listasögu og vilja kynna sér frekar nokkur af þeim meginþemum og hugmyndum er liggja að baki myndsköpun þess tímabils er við kennum við módernisma. Námskeiðið er tilvalið fyrir allt áhugafólk um myndlist og listsköpun almennt, jafnt sem kennara í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldskóla.

Kennsla:

Einar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður og deildarstjóri Sjónlistadeildar Myndlistaskólans í Reykjavík.

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

0