Sagnalandið - frá Reykholti í Breiðholt

Verð snemmskráning 28.900 kr Almennt verð 31.800 kr

Sagnalandið - frá Reykholti í Breiðholt

Verð snemmskráning 28.900 kr Almennt verð 31.800 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 27. mars
Þri. 6. - 27. apríl kl. 19:30 – 21:30 (4x)
Halldór Guðmundsson rithöfundur og bókmenntafræðingur
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Þetta námskeið er einstæð bókmenntaleg hringferð um Ísland. Sagt verður frá fimmtán stöðum um allt land, í máli og myndum, og tengslum þeirra við bókmenntir okkar. Þátttakendur munu vonandi sjá bæði staði og verk í nýju ljósi að hringferð lokinni.

Mannvistarleifar Íslendinga eru bókmenntir og sögur. Við eigum ekki stórkostlegar rústir eins og Rómverjar og hér voru engar borgir fyrr en á 20. öld. Oft hljótum við að undrast hvernig formæður okkar og -feður lifðu yfirleitt af. En þau gerðu gott betur en það og sköpuðu einstakar bókmenntir allt frá tólftu öld. Á þessu námskeiði verður í huganum farið hringinn í kringum landið og fimmtán staðir heimsóttir, þekktir sem óþekktir, sem tengjast með áhugaverðum hætti íslenskum bókmenntum og rithöfundum. Hvar sem farið er um landið, jafnvel á afskekktustu stöðum, hafa orðið til sögur og margar þeirra tekið á sig mynd í bókmenntum okkar. Þar er kannski ekkert að sjá sem ber vott um mikla mannabyggð, en allt að sjá fyrir þá sem vilja heyra góða sögu, og beita ímyndunaraflinu. Þátttakendum verður boðið í einstæða Íslandsferð, með myndum og verkdæmum, sem er um leið bókmenntasögulegur leiðangur. Skoðuð verða dæmi um mjög ólík bókmenntaleg verk sem fléttast náið saman við staðfræði og sögu, og verður ferðaleiðin prýdd nýjum myndum frá öllum þessum stöðum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Íslenska bókmenntasögu.
• Staði á landinu sem hafa sterka bókmenntalega tengingu.
• Bakgrunn og lífshlaup höfunda sem tengjast viðkomandi stöðum.
• Samspil staða og verka.

Ávinningur þinn:

• Ný innsýn í íslenskar bókmenntir, skemmtilegar og óvæntar tengingar.
• Aukin þekking á landinu og menningarsögu þess.
• Skemmtilegri lestur og meiri skilningur á þeim bókmenntaverkum sem um er fjallað.

Fyrir hverja:

Námskeiðið hentar öllum sem áhuga hafa á íslenskri bókmenntasögu, frá fornbókmenntum til samtímabókmennta.

Kennsla:

Halldór Guðmundsson er mag. art. í almennri bókmenntafræði, hefur langa starfsreynslu sem útgefandi, haldið fjölmarga fyrirlestra hérlendis og erlendis og kennt vinsæl námskeið við Endurmenntun HÍ.

Aðrar upplýsingar:

Bent verður á ýmis verk til lestrar og tekin fjölmörg dæmi.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Umsagnir


Umsagnir ánægðra þátttakenda á fyrri námskeiðum Halldórs Guðmundssonar:

Námskeiðið var fullkomið, Halldór er einstakur fyrirlesari.
Besta námskeið sem ég hef tekið þátt í.
Þakka kærlega fyrir afburða gott námskeið.
0