Breytt starfsmannasamtöl - FJARNÁMSKEIÐ

Verð snemmskráning 32.900 kr Almennt verð 36.200 kr

Breytt starfsmannasamtöl - FJARNÁMSKEIÐ

Verð snemmskráning 32.900 kr Almennt verð 36.200 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 31. janúar
Mið. 10. feb. kl. 8:30 - 12:30
Ylfa Edith Fenger, HRBP hjá Deloitte. Ylfa er með MA í vinnusálfræði, markþjálfi (PCC) og diplóma í jákvæðri sálfræði. Gestakennari er Inga Þórisdóttir, stjórnendamarkþjálfi hjá Hugarheimi.
ámskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Á þessu námskeiði verður farið yfir breyttar áherslur í mati á frammistöðu og velgengni og rýnt í hvernig erlendir og íslenskir vinnustaðir hafa þróað þennan málaflokk áfram hjá sér. Farið verður yfir nýja sýn, væntingar og ávinning.

Á flestum vinnustöðum er það sýn og von stjórnenda að starfsfólki líði og vegni vel í starfi. Slíkt eykur afköst, hefur áhrif á þjónustu og ánægju viðskiptavina. Notaðar eru margs konar leiðir til að mæla hvernig starfsfólki gengur. Árlegt frammistöðumat og/eða starfsmannasamtal eru dæmi um nálgun sem lengi hefur verið notuð. Árangur þeirra hefur verið æði misjafn og þessar nálganir eru jafnvel á útleið, en af hverju? Ef þetta virðist þróunin hvaða nálgun er þá heppileg?

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Af hverju ætti að „henda” árlegu frammistöðumati og starfsmannasamtölum?
• Hvað kemur í staðinn? Farið verður yfir dæmi um nálganir sbr. örsamtöl/snerpusamtöl.
• Hvað þyrstir starfsfólkið í, af hálfu stjórnenda, hvað þessi samtöl varðar?
• Hvernig föngum við innri hvata og stuðlum að hágæðatengslum?
• Þátttakendur meta hvað gætu verið góð fyrstu eða næstu skref á þessu sviði, móta eigin ramma.
• Farið yfir grunnfærniþætti góðra samtala.
• Hvað ber að hafa í huga? Engin ein nálgun leysir öll mál.
• Innsýn og hagnýta reynslu íslensks stjórnanda af innleiðingu og keyrslu örsamtala í nokkur ár.

Ávinningur þinn:

• Skilningur á mikilvægi góðra samtala.
• Innsýn í hvernig sé hægt að standa að samtalinu sjálfu.
• Æfing í mótun samtalsramma fyrir árið og prófa styttri nálganir.
• Skilningur á eftirfylgni og mikilvægi hennar.
• Dæmi úr atvinnulífinu - reynsla stjórnanda af innleiðingu og þróun örsamtala.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að breyta úr fyrirkomulagi árlegra samtala og færa sig yfir í tíðari samtöl með sínu fólki. Hentar stjórnendum, millistjórnendum, hópstjórum og hverjum þeim sem fást við stjórnun mannauðs, ferla og mótun menningar.

Kennsla:

Ylfa Edith Fenger er með MA í vinnusálfræði og BA próf í uppeldis- og menntunarfræði. Hún er PCC vottaður markþjálfi frá ICF og með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði. Ylfa er HR Business Partner og sérfræðingur í Talent hjá Deloitte. Þar áður rak Ylfa bæði eigið ráðgjafafélag og vann með öðrum ráðgjöfum hjá Nolta með áherslu á mannauðs-og stjórnendaráðgjöf og markþjálfun. Ylfa var einnig mannauðsstjóri Marel um árabil. Í vinnu sinni leggur Ylfa mikla áherslu á öflug samskipti, þrautseigju, styrkleika, samkennd, jákvæða stjórnun, vöxt og vellíðan. Ylfa hefur aðstoðað fyrirtæki og stofnanir að innleiða örsamtöl.

Inga Þórisdóttir er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og er vottaður NLP Master Coach. Inga lauk diplómanámi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Endurmenntun HÍ vorið 2019 og D-vottun í verkefnastjórnun. Inga starfar sem stjórnendamarkþjálfi hjá Hugarheimi. Inga hefur yfir tuttugu ára reynslu af störfum innan fjármálageirans og þar af verið stjórnandi í rúm tíu ár. Í störfum sínum hefur Inga lagt áherslu á bætt samskipti á vinnustað og mikilvægi þess að eiga góð samtöl með áherslu á heiðarlega endurgjöf og nýtingu styrkleika.  Inga vann sem deildarstjóri hjá Borgun þangað til í júli 2020 og innleiddi hún snerpusamtöl (örsamtöl) í sinni deild sem síðan hafa verið innleidd á öllum sviðum innan Borgunar.

Aðrar upplýsingar:

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,67)

Umsagnir

Fróðlegt að kynnast nýrri nálgun á starfsmannasamtölum og skemmtilegar æfingar.
Góðar umræður, góðar leiðbeiningar, praktísk ráð.
Gott að fá hugmyndir um hvernig má bæta starfsmannasamtöl, fín tæki og tól.
Lifandi námskeið, góð dæmi og tenging við atvinnulífi.
Virkilega gott og fjölbreytt námskeið. Ylfa er mjög hress, opin og nær fram því besta úr hópnum.
0