Austurvígstöðvarnar 1945 - Berlín og endalok þriðja ríkisins

Verð snemmskráning 18.800 kr Almennt verð 20.700 kr

Austurvígstöðvarnar 1945 - Berlín og endalok þriðja ríkisins

Verð snemmskráning 18.800 kr Almennt verð 20.700 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 21. febrúar
Mið. 3. og 10. mars kl. 19:30 – 21:30
Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Þetta námskeið er sjálfstætt framhald fyrri námskeiða um austurvígstöðvarnar. Haldið verður áfram að skoða austurvígstöðvarnar fyrir 75 árum síðan og er sögusviðið síðasta átakahrina austurvígstöðvanna sem endaði með hruni þriðja ríkisins.

Eftir hildarleiki haustsins 1944 voru Sovétmenn að byggja sig upp fyrir síðustu sóknina að Berlín. Ekki tókst það eins og ráðgert var og Þjóðverjar náðu að stöðva sóknina og gera eina síðustu gagnsókn í Ungverjalandi. En um vorið var blásið til sóknar og Stalín atti sínum bestu herforingjum fram í keppni um hver myndi ná Berlín.
Þýskaland var á þessum tíma aðframkomið vegna stríðins og stöðugra loftárása. Illdæði nasista komu betur og betur fram þegar herir bandamanna fóru inn á yfirráðasvæði nasista.
Þetta er síðasti hluti námskeiða sem fylgja austurvígstöðvunum ár fyrir ár á 75 ára afmælinu. Hvert námskeið er sjálfstætt og gerir ekki kröfu um að þátttakendur hafi sótt hin námskeiðin. Viðfangsefni þessa námskeiðs eru síðustu orrustur austurvígstöðvanna, endalok Berlín og fall þriðja ríkisins.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Heildarsögu átakanna, forsögu og þróun þeirra.
• Frægar persónur.
• Vígtól og hertækni.

Ávinningur þinn:

• Þekking á einni mestu lykilorrustu seinni heimsstyrjaldarinnar.

Fyrir hverja:

Alla sem hafa áhuga á sögu þessa tímabils.

Kennsla:

Gísli Jökull Gíslason hefur um árabil sviðsett orrustur úr seinni heimsstyrjöldinni og hefur skrifað greinar fyrir Battlefront, eins og um stríðið í Grikklandi 1940-41 og innrásina í Noreg 1940. Jökull hefur áður kennt önnur námskeið um seinni heimsstyrjöldina hjá EHÍ, t.d. Fall Frakklands 1940, Kína og seinni heimsstyrjöldin, Innrás – Norðurlöndin og Seinni heimsstyrjöldin og Kyrrahafið. Hann hefur skrifað bækurnar: Föðurlandsstríðið mikla og María Mitrifanova og síðasta sumar kom út bókin: Iceland in World War II – A Blessed War.

Aðrar upplýsingar:

Heimasíðu á fésbók fyrir námskeiðið má finna hér.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Umsagnir


Umsagnir ánægðra þátttakenda á fyrri námskeiðum Jökuls:
Þetta var frábært, sennilega besta námskeið sem ég hef farið á hjá EHÍ.
Mjög góð þekking fyrirlesara á efninu og lífleg umfjöllun.
Kennarinn frábær, áhugasamur, vel að sér og á auðvelt með að miðla efninu.
Vel skipulagt, fín gögn og gott að fá spurningar um námsefnið í lokin/samantekt. Kennarinn mjög fróður.
0