Sjálfbærni, samfélagsleg ábyrgð og stefnumótun

Verð snemmskráning 53.900 kr Almennt verð 59.300 kr

Sjálfbærni, samfélagsleg ábyrgð og stefnumótun

Verð snemmskráning 53.900 kr Almennt verð 59.300 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 19. apríl
Fim. 29. apríl og þri. 4. og fim. 6. maí kl. 8:30 - 12:30 (3x)
Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð koma sífellt meira við sögu í umræðu um viðskipti og rekstur. Neytendur, fjárfestar og aðrir hagsmunaaðilar eru farnir að kalla eftir því að fyrirtæki og stofnanir séu samfélagslega ábyrg og stuðli að sjálfbærri þróun. En hvar á að byrja og hvernig vitum við hvert við eigum að stefna?

Sjálfbærni er hugtak sem mörg fyrirtæki velta fyrir sér hvernig eigi að skilgreina og framkvæma. Með því að tengja sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð við almenna stefnumótunarferla fyrirtækja má komast hjá því að gera verkefnið að skammtímaátaki og ná fram raunverulegum viðskiptalegum árangri til skemmri og lengri tíma.

Á þessu námskeiði verður farið yfir þá grunnþætti sem þarf til þess að stefna um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð taki tillit til og þjóni hagsmunaaðilum sínum á sem bestan máta.

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestri, umræðum og æfingum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Grunnhugtök og sögu þeirra. Tungumálið á bak við fræðin.
• Tól og tæki. Hvað viljum við styðjast við til þess að ná árangri?
• Stefnumótunarferlið frá A-Ö.
• Hvatningu, mælikvarða og mikilvægi góðra markmiða.
• Skýrslugerð og miðlun á árangri. Helstu viðmið og staðla.

Ávinningur þinn:

• Skilningur og þekking á helstu hugtökum tengdum sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð eykst til muna.
• Aukin þekking í stefnumótunarferli með áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð.
• Þekking á hvernig setja má markmið og miðla árangri af innleiðingu á stefnu um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja auka skilning sinn og öðlast öryggi við stefnumótun og verkefnastjórnun tengda sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð.

Kennsla:

Þorsteinn Kári Jónsson er forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. Þorsteinn er með M.Sc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og hefur yfir 10 ára reynslu af stefnumótun, innleiðingu og verkefnastjórnun á sviði sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar bæði í alþjóðlegu og íslensku viðskiptaumhverfi.

Aðrar upplýsingar:

Það er gott að vera með tölvu með sér en ekki nauðsynlegt. Mikilvægt er að geta tekið virkan þátt í samræðum og hafa brennandi áhuga á því að gera heiminn að betri stað.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

0