Gæðastjórnunarkerfi - uppbygging og innleiðing (ISO 9001)

Verð snemmskráning 53.900 kr Almennt verð 59.300 kr

Gæðastjórnunarkerfi - uppbygging og innleiðing (ISO 9001)

Verð snemmskráning 53.900 kr Almennt verð 59.300 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 26. febrúar
Mán. 8., 15. og 22. mars kl. 9:00 - 12:00
Guðrún Ólafsdóttir, M.Sc. í viðskiptafræði
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Gæðastjórnun eykur á ánægju viðskiptavina, sparar tíma, dregur úr mistökum og sóun og hefur þannig jákvæð áhrif á rekstur og stjórnun. Á námskeiðinu verður farið í uppbyggingu, markmið og innleiðingu gæðastjórnunarkerfa og hvernig þau snerta daglega starfsemi.

Alþjóðlegi staðallinn ISO 9001:2015, Gæðastjórnunarkerfi - kröfur verður lagður til grundvallar á námskeiðinu. Innihald staðalsins er hryggjarstykkið í gæðakerfum í alls konar fyrirtækjum í fjölbreyttri starfsemi um allan heim. Hann er nokkurs konar ættmóðir annarra ISO staðla, svo sem um jafnlaunakerfi og umhverfis- og öryggismál. Fjallað verður um gæðastjórnun, hvaða máli hún skiptir og hvernig hægt er að setja upp gæðastjórnunarkerfi sem hentar fyrirtækinu og starfsemi þess.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Hugmyndafræði gæðastjórnunar.
• Innihald ISO 9001.
• Uppbyggingu gæðakerfis, innleiðingu og viðhorf.
• Ferlanálgun og tilgang hennar.
• Skjöl og skráningar.
• Rekjanleika.

Ávinningur þinn:

• Skilja hvernig gæðastjórnun skilar árangri.
• Öðlast hvata til að taka upp gæðastjórnun.
• Þekking á ISO 9001.
• Fá praktísk ráð til að koma upp gæðastjórnunarkerfi sem hentar þínu fyrirtæki.

Fyrir hverja:

Fyrir alla áhugasama um gæðastjórnun en sérstaklega hagnýtt fyrir alla stjórnendur sem þurfa gjarna að styðja við innleiðingu og notkun á gæðastjórnunarkerfum svo að vel takist til og að gæðastjórnun skili tilætluðum árangri. Hentar einnig sérfræðingum sem vinna með jafnlaunakerfi, öryggi á vinnustöðum, upplýsingaöryggi eða annað sem byggir á ISO stöðlum.

Kennsla:

Guðrún Ólafsdóttir, M.Sc. í viðskiptafræði, löggiltur verðbréfamiðlari og með iðnmenntun. Hefur áralanga reynslu af gerð, stjórnun og innleiðingu gæðakerfa, bæði hérlendis sem erlendis í fjölbreyttu starfsumhverfi. Kennir gæðastjórnun í Háskólanum í Reykjavík og hefur tekið þátt í umræðu og fræðslu í gæðastjórnun hjá Samtökum iðnaðarins.

Aðrar upplýsingar:

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, umræðum og dæmum úr atvinnulífinu. Gott er að hafa með sér eintak af ISO 9001:2105. Fróðlegu ítarefni verður miðlað til þátttakenda.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

0