Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans

Verð snemmskráning 29.900 kr Almennt verð 32.900 kr

Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans

Verð snemmskráning 29.900 kr Almennt verð 32.900 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 17. apríl
Þri. 27. apríl kl. 13:00 - 16:30
Kristinn Óskarsson, mannauðsstjóri Reykjanesbæjar
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Að stjórna fólki í fyrsta sinn reynist fólki mis erfitt. Margir grípa í fyrirmyndir og brjóstvitið en mikilvægt er að gera sér grein fyrir að stjórnun er fag og hægt er að beita ýmsum þekktum aðferðum til að ná betri árangri. Tilgangur þessa námskeiðs er að styrkja þátttakendur í þeim hlutverkum sem þeir takast á við í sínu starfi hvort sem þeir eru hópstjórar, vaktstjórar eða verkstjórar.

Námskeiðið fjallar um alla helstu þætti í stjórnun starfsmanna á vinnustað og fá þátttakendur tækifæri til að tengja ólík hlutverk við sín eigin störf. Farið verður í ýmsar hindranir sem mæta stjórnendum og pytti sem hægt er að forðast. Námskeiðið er í formi fyrirlestra, verkefna og umræðna í hópum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Hvað er stjórnun?
• Hvert er hlutverk stjórnenda?
• Hvaða ytri þættir eru nauðsynlegir í stjórnun?
• Hver eru markmið stjórnunar?
• Hvernig er best að stjórna?
- Leiðtogahlutverkið
- Hrós og endurgjöf
- Hópstjórinn sem fyrirmynd
- Gæði samskipta – traust, virka hlustun o.fl.
- Frammistöðustjórnun
- Að skapa sterka liðsheild

Ávinningur þinn:

• Aukin þekking og skilningur á markmiðum og gildi góðrar stjórnunar.
• Aukinn skilningur á stjórnenda- og leiðtogahlutverkinu.
• Þú lærir nokkur atriði sem þú getur nýtt strax í þinni stjórnun og það sem ber að varast.

Fyrir hverja:

Námskeiðið hentar almennum millistjórnendum, s.s. vaktstjórum, liðstjórum og hópstjórum í öllum tegundum fyrirtækja. Engar kröfur eru gerðar um þekkingarlegan bakgrunn, en þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að taka þátt í verkefnum og umræðum.

Kennsla:

Kristinn Óskarsson er reyndur stjórnandi og starfar sem mannauðsstjóri Reykjanesbæjar. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Securitas. Hann er viðskiptafræðingur, MBA frá HÍ auk þess að vera kennaramenntaður.

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,8)

Umsagnir

Kennari mjög hrífandi og kemur efninu vel frá sér. Vekur áhuga á efninu.
Lifandi kennari. Góð efnistök. Mjög sáttur.
Áhugavert og gagnlegt. Áttaði mig á jákvæðum og úrbætanlegum þáttum við sjálfa mig og vinnustaðinn.
Kennari opinn, einlægur og skýr í útskýringum og dæmum.
Frábært námskeið og Kristinn einstaklega faglegur og skemmtilegur.
0