Færeyjar - menning, land og saga

Verð snemmskráning 18.800 kr Almennt verð 20.700 kr

Færeyjar - menning, land og saga

Verð snemmskráning 18.800 kr Almennt verð 20.700 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 19. febrúar
Mán. 1. og 8. mars kl. 19:30 - 21:30
Hjálmar Árnason
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Færeyjar eru næstu nágrannar okkar í austri. Þangað er ekki nema rúmlega einnar klukkustundar flug beint frá Íslandi. Þrátt fyrir skyldleika þjóðanna tveggja má segja að hlutfallslega fáir Íslendingar hafi sótt Færeyinga heim. Margir hafa hins vegar lýst áhuga á að kynnast þessum góðum nágrönnum.

Færeyjar hafa sannarlega upp á margt að bjóða. Fyrir náttúruunnendur má benda á fjölmargar spennandi gönguleiðir (iðulega um fjöll) eða siglingar í straumhörðum sundum, inn í hella og „bak við“ fuglabjörg. Á langri helgarferð má komast yfir ótrúlega stóran hluta Færeyja og fá góða tilfinningu fyrir landi og þjóð.
Matarmenning Færeyinga er að mörgu leyti frábrugðin okkar Íslendinga. Valda þar ólíkar náttúrulegar aðstæður. Menning að öðru leyti er einstök. Tónlist á sér sterk ítök í Færeyingum og málaralistin er rómuð. Færeyski dansinn skipar veglegan sess.
Pólitíkin tekur nokkurn lit af því að eyjaskeggjar hafa enn ekki hlotið sjálfstæði.
Landið er lítið en sumir segja útborað í jarðgöngum þar sem hver lófastór blettur skiptir máli.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Sögu Færeyinga.
• Náttúrufar.
• Menningu.
• Samgöngur.
• Matarvenjur.
• Tengsl við Ísland.
• Daglegt líf.

Ávinningur þinn:

• Þú færð nokkra sýn á færeyskt samfélag.
• Þú kynnist færeyskri náttúru og sögu.
• Léttir þér skipulag á ferðalagi til Færeyja.

Fyrir hverja:

Alla þá sem vilja kynnast Færeyjum og/eða hyggjast ferðast þangað.

Kennsla:

Hjálmar Waag Árnason er kvart Færeyingur og fór þangað á hverju sumri sem strákur í sex ár. Bjó einnig heilt ár í Færeyjum og las færeyskar bókmenntir og málfræði við Fróðskaparsetur Föroya (háskólann). Kenndi einnig íslensku á kvöldnámskeiðum og flutti fyrirlestra um Ísland í færeyska útvarpið. Hjálmar hefur ferðast með hópa frá Íslandi til Færeyja og tekið á móti færeyskum hópum hérlendis. Færeyska er annað móðurmál Hjálmars. Hann er með BA-próf í íslensku og færeysku frá HÍ en einnig M.Ed.-gráðu frá University of Bristish Columbia í Kanada.

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

0