París - líf og lystisemdir

Verð snemmskráning 18.800 kr Almennt verð 20.700 kr

París - líf og lystisemdir

Verð snemmskráning 18.800 kr Almennt verð 20.700 kr
Prenta
Snemmskráning til og með 13. mars
Þri. 23. og 30. mars kl. 20:00 - 22:00
Gérard Lemarquis, stundakennari við Hugvísindasvið HÍ
Endurmenntun, Dunhaga 7.

UPPLÝSINGAR UM ÁHRIF COVID-19 Á STARFSEMI EHÍ

Farið verður í sögu Parísar og skoðaðar myndir og kort sem koma þátttakendum að góðum notum í eiginlegri Parísarferð. Þátttakendur munu fá glögga mynd af ólíkum hverfum borgarinnar og upplifa líf og lystisemdir hennar gegnum líflega frásögn Gérard Lemarquis.

Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Í fyrri hluta verður farið í sögu Parísar og áhersla lögð á hverfi sem voru miðpunktur borgarinnar á mismunandi tímum. Latínuhverfið, Le Marais (Mýrina), Le Louvre, Le Palais Royal, Les grands boulevards (frá République til Óperunnar), Montmartre, Montparnasse, Saint-Gérmain des Prés, Les Halles og La Bastille. Velt verður upp spurningunum: Af hverju breytist tískan? Hvernig og af hverju verður nýtt hverfi miðpunktur lista og bóhemlífs?

Í seinni hluta verða farnir nokkrir leiðangrar um París. Sýndarveruleiki verður settur á svið með aðstoð korta og annarra gagna. Staldrað verður við þekkta og lítt þekkta staði. Hugmyndin er að síðar geti þátttakendur notað kort og önnur gögn námskeiðsins við raunverulegar aðstæður í eiginlegri Parísarferð.

Aðrar upplýsingar:

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Mat þátttakenda

á mælikvarðanum 1 til 5
(4,63)

Umsagnir

Fræðandi námskeið, skemmtilegt og mikill húmor.
Kennsla frábær og námskeiðið fjölbreytt og gott.
Framúrskarandi kennari, líflegt og skemmtilegt námskeið.
Kennarinn var skemmtilegur og sagði manni ýmislegt sem aðeins heimamenn vita um París
0