Hinseginvænn leik- og grunnskóli

Verð snemmskráning 19.600 kr Almennt verð 21.600 kr
Prenta
Nýtt
Snemmskráning til og með 31. október
Fös. 10. nóv. kl. 13:00 – 17:00
Sólveig Rós Másdóttir, fræðslustýra Samtakanna ´78
Endurmenntun, Dunhaga 7.

Í samstarfi við Samtökin ´78

Samfélagið okkar verður sífellt fjölbreyttara. Á þessu námskeiði munt þú fræðast um stöðu og veruleika hinsegin barna auk barna úr fjölbreyttum fjölskyldum ásamt því að kynnast leiðum til að vinna gegn gagnkynhneigðarhyggju og vinna að hinseginvænum leik- og grunnskóla þar sem öll börn hafa frelsi til að vera þau sjálf.

Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu hugtök er tengjast hinsegin heiminum, svo sem kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Farið verður yfir birtingarmyndir hinseginleikans hjá börnum á leikskólaaldri og yngsta stigi grunnskóla. Kennarar og aðrir sem vinna með börnum á þessum aldri eru í lykilstöðu til að styðja við börn sem hafa ódæmigerða kyntjáningu eða koma úr fjölbreyttum fjölskyldum og að aðstoða önnur börn við að alast upp við fjölbreytileikann sem eðlilegan hluta samfélagsins. Farið verður yfir leiðir til að koma hinseginleikanum inn í almenna kennslu auk formgerðar skólans til að styðja öll börn í að geta verið þau sjálf.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Hinsegin börn.
• Hinsegin fjölskyldur.
• Mannréttindi.
• Fjölbreytileika samfélagsins.

Ávinningur þinn:

• Aukin þekking á hinsegin veruleika.
• Aukin geta til að styðja við hinsegin börn og fjölskyldur.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrst og fremst fyrir leik- og grunnskólakennara á yngsta stigi ásamt öðru starfsfólki skólakerfisins sem vinnur með börnum á aldrinum 2 - 10 ára.

Kennsla:

Sólveig Rós er fræðslustýra Samtakanna '78. Hún hefur unnið um árabil í hinsegin fræðslu, ásamt því að vinna með börnum og unglingum á ýmsum vettvangi. Hún er með MA- gráðu í stjórnmálafræði og hefur einnig numið kynjafræði.

0